{{ section.name }} Þjónustuver

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

{{ section.name }} Þjónustuver
Leitaðu að áfangastöðum eða að því sem þú vilt gera...

Við fundum eftirfarandi {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} og {{ category.count + ' ' + (category.count == 1? category.label:category.pluralLabel) }} fyrir '{{ searchTerm }}'

0 Results found

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Við höfum ferðast um allan heimin og erum því sérfræðingar þegar kemur að ferðalögum. Hafðu samband við okkur og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.
nepal-prayer-flags-boudha-stupa-cover
nepal-map-guide-annapurna-sidebar

Nepal - Heimili hins stórbrotna Mount Everest

Nepal er vissulega land mikilfengleika og menningarfjársjóða. Landið er heimili hins tignarlega Mount Everest og 7 annarra fjalla sem eru á lista yfir 10 hæstu fjallstindi heims. Þrátt fyrir mikla fátækt í Nepal þá er landið ríkt af menningu, sögu og náttúrufegurð. Ferðamenn sem hafa heimsótt landið eru flestir á þeirri skoðun að allir verðir að heimsækja Nepal allan vega einu sinni yfir ævina, helst oftar.

Fá fría ráðgjöf

Gönguferðir í Nepal

Í Nepal finnurðu margar mögnuðustu gönguleiðir heims. Flestar leiðirnar eru í 1.000 - 3.000 metra hæð en nokkrar fara yfir 5.000 metra hæð. Þrjú svæði búa yfir sérstaklega góðum gönguleiðum: Annapurna, Everest og Langtang/Gosainkunda/Helambu svæðið. Á ákveðnum stöðum geturðu farið í allt að 30 daga gönguferð. Áður en lagt er af stað í slíka ferð þarf að athuga vel öll öryggismál, hvaða leyfi þarf að verða sér út um og hvernig veðurskilyrðin eru á þeim tíma ársins sem þú ætlar þér að fara. Einnig þarftu að verða þér út um mjög góða ferðatryggingu.

Hvað er annað skemmtilegt að gera í Nepal?

Langar þig að upplifa heim dýranna með eigin augum, eyrum og nefi. Royal Chitwa National Park þjóðgarðurinn er stórfenglegt svæði með einstöku dýralífi sem býður upp á skemmtileg jeppasafarí. Ef heppnin er með þér gætir þú komið auga á tígrisdýr og hlébarða. Koshi Tappu þjóðgarðurinn er einn besti staðurinn í Nepal til að sjá þau framandi dýr sem lifa í þessum heimshluta. Dæmi um stærri dýrin sem þar lifa eru buffalóar, krókódílar, dádýr og höfrungar. Garðurinn er ótrúlega óspilltur og færri ferðamenn heimsækja hann heldur en aðra þjóðgarða Nepal.

Að sigla kanó á ánni Rapti í Royal Chitwan þjóðgarði er afar skemmtileg lífsreynsla. Ef þú vilt reyna eitthvað auðveldara þá er sniðugt að fara í útsýnisflug yfir hið tilkomumikla fjallasvæði Himalaya frá flugvellinum í Kathmandu. Útsýnið í slíkri ferð er ógleymanlegt.  

Við bjóðum upp á ýmis sjálfboðastörf tengd samfélagsþjónustu í Nepal. Það er frábær reynsla þar sem þú víkkar sjóndeildarhringinn, kynnist heimamönnum og upplifir lærdómsríka hluti.

Fá meiri upplýsingar

Kathmandu

Kathmandu er höfuðborg landsins. Hún er miðstöð bakpokaferðalanga og göngugarpa. Frá Kathmandu Valley finnur þú marga sögufræga og heilaga staði. Kathmandu er einnig þekkt fyrir margar og litríkar hátíðir. Einn helgasti staðurinn er Bodnath, sem er landsins stærsta "stupa", einskonar turnspíra á búdda hofi. Þar kemur saman mikill fjöldi pílagríma frá Tíbet og aðrir ferðamenn til að upplifa hið sérstaka andrúmsloft sem hvílir yfir Bodnath. Dakshinkali hofið er annar trúarlegur staður sem gaman er að heimsækja. Þar rennur blóð á hverjum laugardegi eftir dýrafórnir sem og yfir hina árlegu Dansai hátíð í október. 

Bodh Gaya

Bodh Gaya er frægur staður því sagan segir að hér hafi Buddha fengið uppljómun sína í gegnum hugleiðslu. Einn af hápunktunum er Mahabodhi hofið sem er einfaldlega stórkostlegt.

Pokhara

Þessi litla borg laðar að marga bakpokaferðalanga og ævintýramenn. Hér er gott að hvíla sig og virða fyrir sér hina tignarlegu fjallstinda Himalaya áður en þú leggur upp í langa gönguferð eða flúðasiglingu. Hér ríkir yndisleg ró.

Öryggi á ferðalaginu þínu

Það borgar sig alltaf að fylgjast með aðstæðum í landinu áður en þú leggur af stað og þegar þú ert kominn á staðinn. Haltu þig frá öllum mótmælum í Nepal og ekki fara einn út eftir myrkur. Þú skalt einnig fylgjast vel með færð á vegum, sérstaklega á regntímanum þegar flóð eru ekki sjaldgæf.

 Fá meiri upplýsingar

Staðir til að sjá í Nepal

Kíktu til Kathmandu þegar þú kemur til Nepal en það er höfuðborg landsins. Þar muntu líklegast hitta fleiri bakpokaferðalanga! Ef þú ert vilt síðan virða fyrir þér tignarlegu fjallstinda Himalaya þá er ómissandi að fara til Pokhara.

Fá fría ráðgjöf um ferðir til Nepal

alt

Hannaðu þína eigin ferð

Vilt þú ferðast um heiminn á þinn eigin hátt? Svona gerir þú það:

  1. Þú setur upp draumaferðina þína.
  2. Við finnum bestu og hagstæðustu valmöguleikana.
  3. Þú færð persónulegt mat ferðasérfræðings.

Við sjáum til þess að ferðaplanið þitt sé ekki út í hött og að þú fáir sem mest út úr peningnum þínum er við deilum okkar ferðareynslu. Þetta er þér allt að kostnaðarlausu og því fylgir engin skuldbinding!

Byrjaðu að hanna þína ferð

Kilroy.OutdatedBrowserBox.Text Kilroy.OutdatedBrowserBox.LinkText

Úbbs - Síðan sem þú reyndir að opna er ekki til. Við vonum að þú finnir það sem þú ert að leita að hér.