Bakpokadraumur

Frá ISK 250.000 Verð á hverja manneskju

Inniheldur

  • Flugmiðar
  • ISIC kortið
Frábær flugleið á ótrúlegu verði! Bakpokadraumurinn er fullkomin reisa fyrir þá sem vilja kanna Asíu og Eyjaálfu. Hér færð þú tækifæri til heimsækja paradísareyjar, upplifa magnaða menningu og matargerð, læra að surfa og/eða kafa og fara í epísk road trip.

Flugleiðin:

Keflavík - London – Dubaí – Maldíveyjar – Sri Lanka – Singapore – Brisbane – Auckland – Dubaí – London - Keflavík

Mundu að þessi reisa er aðeins uppástunga. Við sérsníðum heimsreisur og ferðalög alltaf að þörfum og löngunum hvers og eins svo þú ræður hvaða staði þú heimsækir, hvað þú ert lengi á hverjum stað og í hvaða röð þú heimsækir staðina. Við setjum upp flugin algjörlega eftir þínu höfði, en gefum þér að sjálfsögðu góð ráð um hvernig hægt er að gera reisuna þína eins hagstæða og þægilega og við mögulega getum.

1. Dubaí

Heimsreisa - Dubaí

Ferðin hefst í hinn mögnuðu stórborg í eyðimörkinni, Dubai. Þar finnur þú mikið af ríku fólki, ótrúlega skýjakljúfa og fullt af sandi. Farðu í eyðimerkursafarí á kameldýri, heimsæktu hæstu byggingu heims og upplifðu einstaka matarmenningu. 

2. Maldíveyjar

Heimsreisa - Maldíveyjar

Maldíveyjar er sannkölluð paradís og ekki að ástæðulausu! Hvítar strendur, kristaltær sjór, pálmatré sem vaggast rólega í vindinum og ekki má gleyma að þar rignir næstu aldrei og hitastigið er í kringum 30°C allt árið um kring. Nýttu tækifærið og finndu þinn innri styrk á frábæru jóganámskeiði í einstöku umhverfi og ef þú ert ekki komin með köfunarprófið þá mælum við með því að læra að kafa á Maldíveyjum

3. Sri Lanka

Heimsreisa - Sri Lanka

Sri Lanka er dásamleg eyja í Suðaustur-Asíu. Hér finnur þú magnaða surfstaði og ef þú hefur enga reynslu er tilvalið að skella sér í surfskóla. Að auki verður þú að fara í magnað safarí og fylgjast með fílahjörðunum í Yala þjóðgarðinum, skoða hofin og fossana í Ella og upplifa magnað útsýni á World´s End.

4. Singapore

Singapore - heimsreisa

Singapore hefur allt sem stórborg á að hafa. Ódýr raftæki, skemmtilega fjölmenningu og fullt af frábærum veitingastöðum og götumörkuðum. Bestu matarupplifunina færð þú með því að fara á veitingastaðina þar sem heimamennirnir borða - og mundu, því fleiri heimamenn, því betri matur!

5. Ástralía

Ástralía - heimsreisa

Draumur bakpokaferðalangsins! Í Ástralíu finnur þú fullkomnar surf-strendur, einstaka náttúrufegurð, magnað dýralíf, afslappað stemmningu, stórborgir og frábært næturlíf. Leigðu húsbíl og skelltu þér í epískt road trip! Ef þú hins vegar treystir þér ekki til að aka öfugum megin á veginum, miða við okkur, er sniðugt að fjárfesta í rútupassa.

6. Nýja Sjáland

Nýja Sjáland - heimsreisa

Heillandi landslag og fullt af spennu! Já þú færð fjölda tækifæra til að stíga út fyrir þægindaramman á Nýja Sjálandi. Upplifðu kraft þyngdaraflsins í fallhlífarstökki, skelltu þér í villta flúðasiglingu og skoraðu á líkama og styrk í magnaðri fjallgöngu.

Hljómar þetta eins og draumaheimsreisan þín?
Hafðu samband

Betri möguleikar með ISIC kortinu 

Með ISIC kortinu (International Student Identity Card) getur þú bókað námsmannafargjöld KILROY. ISIC er alþjóðlegt námsmannakort sem veitir aðgang að afsláttum og þjónustu fyrir námsmenn á 120,000 stöðum í yfir 130 löndum. Þú getur pantað ISIC kortið og skoðað afslættina hér.

Contact