Helen

Bagan, Myanmar
F  

Nafn
Helen

Starfstitill
Ferðasérfræðingur

Skrifstofa

Sími
517 7010

Senda tölvupóst

Ég hef synt með bleikum höfrungum í Amazon, farið í fallhlífarstökk á Hawaii, surfað á Púertó Ríkó, snorklað á Kúbu og kafað í Tælandi. Ég hef gengið um fjöll Myanmar og gist með heimafólki í bambushúsum. Ég hef dansað salsa og merengue fram á rauða nótt í Kosta Ríka og siglt upp strendur Króatíu á skútu. Ég hef leikið við skjaldbökuunga og verið rænd af apa.

Það að ferðast hefur gefið mér svo miklu meira en fallegar myndir og minningar. Maður lærir á lífið í gegnum ferðalög og verður besta eintakið af sjálfum sér. Það er engin klisja að ferðalög eru besti skólinn! 

Mér finnst frábært að kanna nýjar slóðir, læra ný tungumál, sjá menninguna speglast í danssporum og gómsætum mat heimamanna. Hvað þá að eignast dýrmæta vini um allan heim. Mér finnst líka æðislegt að ögra sjálfri mér og hoppa út í óvissuna, gera mistök og læra af þeim.

Heimurinn er nefnilega svo yndislega stór en þó svo smár að allir geta ferðast. Ég hlakka til deila minni reynslu og koma þér einu skrefi nær því að upplifa drauma.

Uppáhalds
Hafa samband