Berglind

F  

Nafn
Berglind

Starfstitill
Ferðasérfræðingur

Skrifstofa

Sími
517 7017

Senda tölvupóst

Ég hef synt með hvalháf, kafað í Chile og prófað sandbretti í eyðimörkinni. Ég hef borðað undarlegan margfætlurétt og siglt á kajak á lengstu á í heimi. Eitt af mínum uppáhalds augnablikum var að fylgjast með sólsetrinu á strönd í Mósambík á gamlárskvöld en þar tók ég einnig þátt í frábæru sjálfboðastarfi sem var ein af mínum bestu ákvörðunum.

Ég hef alltaf haft ástríðu fyrir að ferðast og notað hvert tækifæri sem gefst til að kaupa flugmiða út í heim. Ég er varla komin heim áður en ég fer að skipuleggja næsta ferðalag. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að týnast og fara út fyrir þægindarammann, upplifa nýja menningu og sjá muninn á heimkynnum fólks á sama tíma og ég uppgötva að við erum öll eins.

Á ferðalögum mínum um heiminn hef ég ekki einungis eignast mínar bestu minningar heldur eru ferðalög svo ótrúlega þroskandi og lærdómsrík. Ég hugsa mig aldrei tvisvar um áður en ég held af stað í ferðalag, það gefur mér alltaf svo margfalt til baka. 

Uppáhalds
Hafa samband