Ingó

Ingó að njóta lífsins á Maldives
F  

Nafn
Ingó

Starfstitill
Ferðasérfræðingur

Skrifstofa

Sími
517 7010

Senda tölvupóst

Ég hef fagnað nýju ári með Coldplay í Abu Dhabi, rúntað um strendur Sri Lanka á mótorhjóli og klifið Kilimanjaro. Ég hef farið í brúðkaup í Kambódíu og siglt um á snekkju á Maldíveyjum. Ég er orðinn heimakær í Kuala Lumpur og uppáhalds landið mitt er Indland. Mér finnst ótrúlega gaman að deila reynslunni minni með öðrum ferðalöngum og heyra sögurnar eftir á.

Það skemmtilegasta sem mér finnst við að ferðast er að stíga sömu spor og fólk í fjarlægum heimum. Borða sama matinn, sjá og gera sömu hlutina, dýfa mér í menninguna og upplifa önnur viðhorf. Ferðalög finnst mér vera besta afþreying sem til er. Gleyma stað og stund og einfaldlega taka hlutunum eins og þeir koma. Þroskandi fyrir þá yngri og yngjandi fyrir eldri ferðamennina! Mig langar að senda mömmu og pabba til Kúbu og taka svo á móti þeim í Leifsstöð dansandi salsa.

Ástæðan fyrir því að mig langar aldrei að hætta að ferðast er sú að ég er alltaf að fara að upplifa algjörlega nýja hluti. Þegar það er erfitt að kveðja einn stað en maður getur ekki beðið eftir þeim næsta og allt frelsið sem fylgir!

Uppáhalds
Hafa samband