Lestaferðir
Að ferðast með lest er klassískt, gaman, hagstætt og þægilegt.
Á meðan þú ferðast yfir risastór landsvæði hefur þú næg tækifæri til þess að spjalla við aðra ferðalanga sem og heimamenn.
Þú getur líka hallað þér aftur og notið útsýnisins í þægindum á meðan þú bíður eftir að koma á áfangastað.
Upplifðu frægustu lestaferðir heims
Þú getur verið viss um að KILROY er með allar bestu lestarferðirnar á hreinu!
Uppáhalds lestarferðirnar okkar eru m.a. hin klassíska Vodkatrain; goðsagnakennd lestarferð frá annað hvort Moskvu til Vladivostok eða frá Moskvu til Peking í gegnum Mongólíu.
Við mælum einnig með að þú ferðist um risastór lönd eins og Indland og Kína með lest.
Og já - eitt gott ráð ef þú ert að hugsa um að heimsækja Japan: Þar er eitt háþróaðasta lestarkerfi heims, frægt fyrir hraða, öryggi og stundvísi.