Dýravernd
Langar þig að vinna með dýrum sem þurfa á hjálp að halda? Hér er tækifærið!
Farðu í sjálfboðastarf með dýrum þar sem þú getur hjálpað dýrum í útrýmingarhættu og bætt lífsskilyrði dýra sem eiga um sárt að binda. KILROY býður upp á sjálfboðastörf með dýrum út um allan heim þar sem þú færð að vinna í ótrúlegri nálægð við framandi dýr og kynnast fólki sem tileinkar líf sitt dýrum og velferð þeirra.
Sjálfboðastarf með dýrum - dýravernd
Dýravernd snýst um að hjálpa dýrum í útrýmingarhættu og bæta lífsskilyrði þeirra. Með því að fara í sjálfboðavinnu með dýrum ert þú að leggja þitt af mörkum og komast í ótrúlega nálægð við villt dýralíf. Á sama tíma lærir þú ótrúlega mikið um dýrin sem þú starfar með og kynnist öðrum sjálfboðaliðum víðsvegar að úr heiminum.
Við hjá KILROY höfum valið fjölda flottra dýraverndunarverkefna sem öllum er stjórnað af dásamlegu fólki. Þú getur verið sjálfboðaliði í 1 - 6 vikur og unnið með fjölbreyttum dýrum um allan heim, t.d. fílum, hvíthákörlum, ljónum, öpum og skjaldbökum.
Skoðaðu úrval dýraverndunarverkefna KILROY hér að neðan.