Sjá allar ferðir

Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir

 • Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
  Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
 • Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
  Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
 • Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
  Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
 • Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
  Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
 • Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
  Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
 • Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
  Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
 • Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
  Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
 • Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
  Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
 • Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
  Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
 • Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
  Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
 • Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
  Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
 • Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
  Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
 • Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
  Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
 • Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
  Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
 • Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
  Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
 • Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
  Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
 • Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
  Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
 • Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
  Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
 • Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
  Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
 • Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
  Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
 • Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir
  Working holiday í Bandaríkjunum - sumarbúðir

Hvað ætlar þú að gera næsta sumar? Langar þig að kynnast nýrri menningu, frábærum einstaklingum alls staðar að úr heiminum og fá tækifæri til að ferðast um Bandaríkin? Þá gæti starf í sumarbúðum í Bandaríkjunum verið tilvalið verkefni fyrir þig. Sem starfsmaður átt þú eftir að öðlast dýrmæta reynslu og minningar ásamt því að fá 30 daga ferðavisa í Bandaríkjunum að loknu starfi. Gerðu næsta sumar að einu ævintýralegasta sumri lífs þíns!

Hvernig eru sumarbúðir í Bandaríkjunum?

Á hverju ári fara hundruði þúsunda barna í Bandaríkjunum á aldrinum fimm til sautján ára í sumarbúðir en í landinu eru þúsundir sumarbúða og því mikið framboð af störfum fyrir ungt fólk alls staðar að úr heiminum. 

Ímyndaðu þér að fara í hestaferð, klifur og siglingu á sama deginum! Sumarbúðirnar hafa mismunandi stefnur og markhópa en alls staðar er lögð áhersla á að andrúmsloftið sé líflegt og vinalegt og að boðið sé upp á fjölbreytta afþreyingu. Hvort sem börnin eru í eina eða átta vikur þá er stefnt að því að þau upplifi nýja hluti á hverjum degi.

Starf í sumarbúðum í Bandaríkjunum - KILROY

Hvað er í boði?

Sumarbúðirnar bjóða upp á fjölbreytt úrval af námskeiðum, leikjum og íþróttum. Starfið er því kjörið fyrir þá sem hafa ákveðna kunnáttu og hæfni í íþróttum, listum og/eða öðru frístundastarfi ásamt því að finnast gaman að vinna með börnum og starfa í líflegu umhverfi.

Mikil eftirspurn er eftir starfsmönnum sem hafa kunnáttu og reynslu í einhverju af eftirfarandi:

Listgreinar og vísindi: keramikgerð, leðurvinna, silkiprentun, vefnaður, skartgripagerð, myndlist, ljósmyndun, glerlist, smíði, leiklist, tölvur, matreiðsla, dans, söng og tónlist.

Ævintýraferðir: fjallgöngur, skátastarf, ratleikir, útilegur, fjallaklifur, fjallahjólreiðar, gönguferðir o.fl.

Íþróttir og leikir: körfubolti, fótbolti, reiðmennska, fimleikar, hafnarbolti, hjólreiðar, lacrosse, skylmingar, hokkí, skotfimi, jóga, tennis, Go-Carts, paintball, hjólabretti, bardagaíþróttir, kanó/kayak siglingar, róður, sund o.fl.

Hefðbundinn dagur í sumarbúðunum

Dagurinn hefst á milli 07:00 og 08:00 með morgunverði þar sem gefnar eru upplýsingar um skipulag dagsins og færð þú þar ákveðið verkefni fram að hádegismat. Þar á eftir er smá hvíldartími þar til síðdegis prógrammið hefst sem er í um 3-4 tíma áður en kvöldmatur er borinn á borð. Kyrrð er vanalega í búðunum í kringum 21:00. Þér finnst það kannski snemma en við getum lofað að þú átt ekki eftir að kvarta þegar kemur að því, þú átt eftir að vilja fá góða hvíld fyrir næsta dag.

Sumarbúðir í Bandaríkjunum

Hvernig get ég orðið leiðbeinandi í sumarbúðum?

Starfið er krefjandi en á sama tíma ótrúlega skemmtilegt og gefandi og á eftir að veita þér einstaka reynslu og dýrmætar minningar. Skilyrði fyrir þátttöku er að hafa reynslu og áhuga á starfi með börnum ásamt því að hafa kunnáttu á sviði frístundaáhugamáls og/eða íþróttar. 

Helstu atriði:

 • Þú verður að vera á aldrinum 19-27 ára.
 • Þú verður að hafa mjög gott vald á enskri tungu.
 • Þú verður að vera hress og skemmtilegur og geta unnið í hóp með börnum - stefna búðanna er að hafa andrúmsloftið líflegt og skemmtilegt. Eftirspurn er eftir einstaklingum sem eru áhugasamir, vinalegir og hressir starfsmenn.
 • Þú verður að hafa reynslu af starfi með börnum eða hafa einhverja sérstaka kunnáttu eða hæfileika á sviði frístundaáhugamáls eða íþrótta.
 • Þú verður að hafa þekkingu og reynslu af því að leiðbeina og/eða kenna börnum í einhverri af þeim afþreyingum sem sumarbúðirnar bjóða upp á.
 • Umsóknarfrestur er til mars þess árs sem sótt er um að hefja starfið, en við mælum með því að sækja um eins tímalega og þú getur.
 • Athugaðu að það er ekki öruggt að þú verður ráðinn - það er ákveðið umsóknarferli.
 • Starfið er krefjandi, gefandi, skemmtilegt og veitir þér frábært tækifæri til að bæta núverandi kunnáttu ásamt því að öðlast nýja reynslu og hæfileika.
 • Þú þarft að hafa mikinn áhuga á því að starfa í sumarbúðum.
 • Þú þarft að vera laus frá miðjum júní í 10 vikur.

Starf í sumarbúðum í Bandaríkjunum

Hvað kostar og hvað er innifalið?

Við gerum allt sem við getum til að tryggja að þú fáir starf í sumarbúðum sem hentar áhuga þínum og sérsviði. Við munum taka á móti þér í viðtal ásamt því að halda fund þar sem þú færð allar helstu upplýsingar fyrir brottför. Að auki aðstoðum við þig við allt þetta leiðinlega sem tekur tíma eins og bóka flugið og sækja um visa. Kostnaðurinn er 124.500 kr og er eftirfarandi innifalið:

 • Starf í sumarbúðum í Bandaríkjunum
 • Flug fram og til baka frá Íslandi til Bandaríkjanna
 • Fullt fæði og gisting á meðan á starfi þínu stendur í sumarbúðunum
 • Laun - allt að 1100 USD (fer eftir aldri og reynslu)
 • Aðstoð við umsókn á J1 vegabréfsáritun
 • SEVIS - gjald (a US Government fee)
 • Heilbrigðistrygging
 • Upplýsingafundur fyrir brottför
 • Kynning og þjálfun í Bandaríkjunum
 • Aðgangur að allri aðstöðu í sumarbúðunum þegar þú ert ekki í vinnu

30 daga ferðalag um Bandaríkin!

Að auki færð þú 30 daga ferðavisa að loknu starfi þínu. Frægar stórborgir, heillandi landslag, einstakir þjóðgarðar, háir skýjakljúfar, þekktir þjóðvegir, grænir skógar og heitar eyðimerkur - allt þetta bíður þín. Og ef þig langar að upplifa fullkomið frelsi og stjórna hraða ferðalagsins þá mælum við með því að leigja bíl eða húsbíl og fara í epískt road trip.

Road trip um Bandaríkin

Hafðu samband við ráðgjafa okkar sem veitir þér nánari upplýsingar þér að kostnaðarlausu.

Hefur þú það sem þarf?

Ert þú:

 • kraftmikil(l), skemmtileg(ur) og finnst gaman að vinna í líflegu umhverfi?
 • sveigjanleg(ur), traust(ur) og áreiðanleg(ur)?
 • sjálfstæð(ur) og með mikla aðlögunarhæfni
 • með hæfileika til að leiða hóp og vinna með öðrum

 

Langar þig að upplifa ævintýralegt sumar?
Hafðu samband
Hafa samband