Balí

Surf á Balí

Að surfa á Bali er ógleymanleg skemmtun!

Surf er ekki bara íþrótt - það er menning og lífsstíll! KILROY býður upp á surfskóla á Balí þar sem þú færð frábæra þjálfun, sama hvort þú ert byrjandi eða reyndur surfari. Hafðu samband við ferðaráðgjafa og fáðu nánari upplýsingar um surfskóla á Balí.

Læra að surfa á Balí

Balí er frábær staður til þess að læra að surfa fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Að fara í surfskóla er frábær leið til þess að fá sem mest út úr dvölinni þinni á Balí; þú lærir að surfa, færð aðgang að öllum búnaði og gistir á frábærum stað með fleiri hressum bakpokaferðalöngum víðsvegar að úr heiminum. 

Þegar þú ert ekki að leika þér í öldunum hefur þú fullt frelsi til þess að gera það sem þú vilt á þessari paradísareyju. Slakaðu á í hengirúmi, röltu um ströndina, verslaðu, hjólaðu um sveitavegina, skoðaðu þjóðgarðana eða prufaðu jóga. Balí býður upp á eitthvað fyrir alla!

Surfskóli á Balí er frábær viðbót við heimsreisuna, en þetta er líka góður kostur ef þú hefur bara nokkrar vikur og vilt gera eitthvað virkilega spennandi á skemmtilegum stað.

Per síðu
Per síðu

Brimbrettið verður besti vinur þinn á Balí

Lærðu að surfa á Balí

Surfskóli á Bali

Garðurinn og sundlaugin í surfskólanum á Balí

Skelltu þér í öldurnar á Bali

Að surfa á Balí er einstakt!

Langar þig að surfa á Balí?
Hafðu samband við KILROY!
Hafa samband