Phuket

Eitt frægasta kennileiti Phuket
 

Phuket - sól, strendur og kistaltær sjór

Á Phuket getur þú synt í kristaltærum sjó, slakað á undir pálmatré á ströndinni eða kannað fjölbreytt hof og dásamlegt dýralíf. Phuket er stærsta eyja Tælands og einn af vinsælustu áfangstöðum Suðaustur-Asíu.

Ef þú færð leið á því að liggja í sólbaði er margt annað í boði á Phuket t.d snorklferðir, siglingar og köfun. Það er svo fullkomið að enda daginn á því að fylgjast með stórkostlegu sólsetrinu á Cape Promthep.

Maturinn á Phuket

Þú finnur fjölbreytta matargerð alls staðar að úr heiminum á Phuket þar sem þeir allra matvöndustu finna eitthvað fyrir sig. Þú mátt samt ekki gleyma því að smakka tælenska matinn - spyrðu heimamenn hvar þeirra uppáhaldsstaður er!

Að versla á Phuket

Þú getur keypt næstum allt á Phuket en þar sem þetta er vinsæll ferðamannastaður þá eru hlutirnir ekki eins ódýrir eins og annarsstaðar á Tælandi. Við mælum samt með því að kíkja á markaðina og upplifa menninguna.

Veðurfarið á Phuket

Veðurfarið á Phuket er heitt og rakt með dagsmeðalhita um 33°C. Rigningartímabilið er frá maí til október einnig þekkt sem „summer monsoon“.  Besti tíminn til heimsækja Phuket er frá desember til febrúar!

Hafa samband