Brisbane

kengúra í Brisbane
 

Brisbane – 200 kílómetra borgin

Ástralar hafa alltaf verið mikið fyrir það að stytta orð og því hefur borginni Brisbane verið gefið gælunafnið „Brissie“. Það er heitið sem þú ættir að nota ef þú vilt blandast innfæddum Áströlum (e. „aussies“). Með meira en 250 sólardaga á ári er hægt að treysta á fullkomið frí með mikið af sólarfjöri!

Borgir og bæir milli Noosa Heads í norðri og Tweed Heads í suðri eru næstum samgrónir, en þetta hefur gefið Brisbane annað gælunafn – 200 kílómetra borgin. Fyrir ferðamenn þýðir þetta að það er auðvelt að komast á milli staða þannig að búðu þig undir að kíkja til áfangastaða eins og Gold Coast eða Surfers Paradise á meðan þú ert hér. 

Hvað er hægt að gera í Brisbane?

Þegar þú ert kominn til Brisbane og hefur komið þér fyrir á gististaðnum þínum er gott að skoða ítarlega hvað er hægt að sjá og gera. Þú ættir að skipuleggja þig vel út frá því hvað þú verður lengi á staðnum en hér eru góðir valkostir fyrir þig!

South Banks ströndin

Hin vinsæla strönd South Banks er í borginni og er góður staður til að byrja á. South Banks er eina manngerða ströndin í Ástralíu en þar getur þú upplifað þetta kósý andrúmsloft sem einkennir Brisbane og fengið þér að borða á einhverju af rúmlega 30 veitinga- og kaffihúsum. Jafnframt getur þú fengið þér göngutúr á höfninni og brosað til fólks á línuskautum. Á hverju ári eru vinsælar hátíðir og viðburðir þannig að skoðaðu hvað er í gangi áður en þú ferð.

Til að fá besta útsýnið yfir þessa fallegu borg, farðu til Coot-tha fjalls. Gættu þess að taka myndavélina þína með – áin sem hlykkjast um, beinar línur þjóðvegarins og óreglulegar útlínur borgarinnar eru frábært myndefni!

Litríkt dýralíf Ástralíu

Enginn ferðast alla leiðina til Ástralíu án þess að hlakka til að sjá öll skrýtnu áströlsku dýrin sem við höfum heyrt svo mikið um! Í Lone Pine Koala Sanctuary er hægt að fá að halda á kóalabirni, gefa kengúru að borða og læra um hættulegar tegundir skriðdýra, án þess að þurfa að yfirgefa borgina. Ef þú hefur nóg af tíma er hinn frægi Steve Irwin dýragarður staðsettur í nokkurra klukkustunda fjarlægð, norður af borginni en þar er hægt að fá frábæra innsýn í ástralskt dýralíf og sjá vinsælar sýningar, til dæmis á krókódílum.

Lífið í Brisbane

Góður staður til að fara út á lífið og hitta íbúa borgarinnar er Brunswick St. Mall í hjarta Fortitude Valley, en þar er mikið af tónleikastöðum með lifandi tónlist, kaffihúsum og veitingastöðum. Annar staður er úthverfi West End þar sem andrúmsloftið er mjög frjálslegt.

Ferðalag til Stradbroke eyjar (sem auðvitað er kölluð „Straddie“ af innfæddum) tekur um klukkustund frá Brisbane. Þar rennur hvítur, glansandi sandurinn út í blátt flauelsmjúkt vatnið! Njóttu grófleikans í landslaginu við hafið, rólegra vatnasvæða inn til landsins og óspilltra stranda – ásamt útsýninu yfir Moreton Bay. 

Hafa samband