Bahamaeyjar

Pálmatré á strönd - sólarlag
 

Bahamaeyjar - Spilavíti, snorkl og strendur

Nassau/Paradise Island liggur einnar klukkustundar flugferð austur af Miami í Florida. Þetta er frábær áfangastaður fyrir fólk sem vill kafa og fara í sólbað. Vatnið er tært og grænblátt á litinn og strendurnar mjúkar og hvítar. Þú sérð út um gluggann þegar flugvélin lækkar flugið, hvernig strendurnar ramma inn eyjuna á öllum hliðum.

Lúxussnekkjur liggja í röðum meðfram ströndum Nassau og yfirleitt ferðast farþegarnir inn í Paradise Island, en þar bíða þeirra lúxushótel og spilavíti. Hér er allt mjög dýrt. Ís í heitri miðdegissólinni er ekki jafn góður þegar þú þarft að borga hálfan handlegg fyrir hann! Það er best að vera með feitt veski til að heimsækja Nassau.

OK, þá er það maturinn. Fiskur er bókað sérrétturinn hér og hægt er að fá hann í öllum stærðum, gerðum og bragðtegundum - og réttirnir bragðast hver öðrum betur.

Að versla í Nassau:

Nassau er ekki augljóst fyrsta val fólks í verslunarleiðangri. Það eru minjagripaverslanir þar sem farþegaskipin koma að landi og sérhæfðari verslanir í bæjarkjarnanum, en það er nokkurnveginn allt og sumt. En hinsvegar eru gimsteinar og hálfeðalsteinar til í ríkum mæli hér og hægt að finna nokkrar búðir sem selja slíkt.

Næturlíf í Nassau:

Næturlífið er frekar takmarkað, það er spilavíti og klúbbur sem heitir “VIP Lounge Club Pure Nightlife”, en búðu þig undir að eyða miklum peningum þar!!

Að sjá og gera á Bahamaseyjum

Helsta skemmtunin á eyjunni er að snorkla og kafa í endalausum kóralrifjunum sem liggja við ströndina. Það eru köfunarmiðstöðvar úti um allt og bátar sem bjóða upp á dagsferðir.

Annað sem er skemmtilegt í Nassau er ”People to People” átakið, en með því er heimamönnum og ferðamönnum komið saman til setjast niður yfir heimalagaðri máltíð og deila mismunandi reynsluheimum sínum.

Fyrir þá sem hafa áhuga á fuglafræði er hægt að sjá ótrúlegt úrval framandi fugla á eyjunni.

Cable Beach ströndin er bara nokkra km vestur af Nassau og er besti staðurinn til að liggja í sólbaði, 4 km löng strönd með hreinum, hvítum sandi. Ströndin er umkringd orlofssvæðum og veitingastöðum.

Ein yndisleg og ódýr upplifun er að taka rútu kringum eyjuna og njóta útsýnisins. Það er alltaf troðfullt og góð tónlist í útvarpinu. Haltu þér fast því bílstjórarnir slá ekkert af!

Gisting á Bahamaseyjum:

Það eru mörg orlofssvæði á eyjunni og verðið er milli 2-300 Bandaríkjadala á mann á nótt. Einfaldari gististaðir kosta milli 100 og 150$ á mann. Farfuglaheimili kosta um 50$ á mann í tveggja manna herbergi. Í svefnskála er hægt að borga um 25$ á nótt.

Hafa samband