Trinidad & Tóbagó

Flugvél ný lent í Trinidad. Oft þarf maður að fljúga með minni flugvélum frá öðrum flugvöllum í Karíbahafinu.
 

Ferðir til Trinidad & Tóbagó - Karabísk Paradís

Trinidad & Tóbagó er heit og ástríðufull paradís sem býr yfir miklum karabískum sjarma. Á Trinidad & Tóbagó leiðist manni aldrei. Hér er nóg af kjötkveðjuhátíðum, calypso, paradísarstrendur, regnskógum, rommi í stríðum straumum og ógleymanlegri karabískri stemmningu. Kauptu ferðina til Trinidad & Tóbagó hjá KILROY travels.

Á ferð um Trinidad & Tóbagó geturðu upplifað nákvæmlega það sem þig hefur alltaf dreymt um. Hér eru pálmatré á hvítum sandströndum, grösugir regnskógar, smitandi lífsgleði og mikið af veisluhöldum og litum, calypso, reggae og að sjálfsögðu nóg af hinu góða og ódýra rommi sem Karíbahafið er svo þekkt fyrir. Þetta allt og meira til er það sem þú finnur í Trinidad & Tóbagó. Trinidad & Tóbagó eru tvær eyjar í um 11 kílómetra fjarlægð frá strönd Venesúela og þar með syðsta þjóðin í Karíbahafinu.  

Tóbagó

Tóbagó er minnsta eyjan með aðeins um 50.000 íbúa. Ef þú vilt afslöppun þá er tilvalið að leigja sér herbergi eða bungalow í einu af smáu fiskiþorpunum sem liggja meðfram sjávarströndinni í norðri. Eyddu dögunum í hengirúmi í skjóli pálmatrjáa á skjannhvítri strönd, svo er um að gera að "lime"-a við heimamenn með ískaldan Carib bjór í hendi. Að "lime"-a þýðir að gera ekkert; chilla, spjalla um allt og ekkert, drekka bjór eða romm og skoða heimasæturnar - sem er vinsæl athafnasemi á meðal karlmanna í Tóbagó. Taktu því rólega Á Tóbagó er enginn asi. Tíminn virðist standa í stað. Ef þú ert hinsvegar komin/n með nóg af hangsi og vilt fara að gera eitthvað spennandi, þá er ein góð hugmynd að skella sér í bátsferð með heimamönnum - og eru þeir óðfúsir að fá þig með. Ef þú hefur heppnina með þér þá gætirðu mögulega veitt stóran túnfisk á öngli. Ef þú ert fyrir vatnasport geturðu fundið marga góða staði til snorklunar og köfunar og á norðurströnd eyjarinnar eru flottar öldur til brimbrettabruns.

Grænu freistingar Tóbagó

Eyjan er græn og gróðursæl og góð leið til að skoða sig um er að leigja bíl. Vegir eru mjóir en það er varla neinn bíll á ferli. Taktu því rólega og þannig kemstu fyrir næsta horn. Það eru mörg falleg lítil fiskiþorp tilvalin til að heimsækja og einnig friðsælir litlir flóar með fallegum ströndum. Þú getur einnig farið í gönguferð um frumskóginn og í kjölfarið kastað þér útí tæran og frískandi foss. Ef þú ert komin/n með nóg af náttúru geturðu farið í verslunarferð til hinnar skemmtilegu borgar, Scarborough. 

Trinidad

Trinidad er stóribróðir Tóbagó, og eru um 300.000 íbúar í höfuðborginni Port of Spain. Hér finnurðu margar sömu freistingar og á Tóbagó, en Trinidad er aðallega þekkt fyrir hina stórkostlegu og villtu kjötkveðjuhátíð, sem er sú næststærsta í heimi. Undirbúningur hátíðarinnar stendur yfir allan ársins hring og eftir nýja árið þá stendur hann yfir um hverja helgi. Þegar herlegheitin svo loksins byrja í febrúar er öll borgin og eyjan undirlögð af skrúðgöngum, stálpönnum, búningum, rommi, sveittum kroppum og með tilheyrandi söng og dans allar nætur. Mundu að vera á varðbergi gagnvart vasaþjófum, glæpatíðni er sérstaklega há í Port of Spain yfir hátíðina, en einnig almennt á Trinidad. Það er ekki bara hátíðin sem dregur ferðamenn til Trinidad. Trinidad hefur að geyma frábærar óspilltar strendur, fallega náttúru, hrikaleg fjöll, gróðurmikla regnskóga og fjölbreytt dýralíf. Á bíl er hægt að komast í alla afkima eyjunnar, afskekktir staðir eru margir og bíða eftir því að vera uppgötvaðir af þér!  Gisting Á Tóbagó eru flest hótel í kringum Pigeon Point, rétt hjá flugvellinum, og er hægt að velja gistingu frá 3.500 krónum á nótt í einföldu herbergi. Ef þú vilt gista í lúxus, til dæmis á fimm stjörnu hóteli, þá skaltu hafa það í huga að það ekki ódýrt! Annar valkostur sem við hjá KILROY mælum með er að leigja sumarhús eða íbúð í einum af litlu fiskiþorpunum við norðurströnd Tóbagó. Hér er stemmningin afslöppuð og þú hefur ströndina nánast útaf fyrir þig. Á Trinidad mælum við svo með gistingu í fiskiþorpinu Grand Riviere á norðurströndinni. Ef þú hefur heppnina með þér færðu að sjá sæskjaldbökur koma uppá strönd til að verpa.  Það er tilkomumikil sjón!

Matarmenning

Matargerð hér er lituð af indverskum og karabískum hefðum og er matur oft ansi vel kryddaður. Grundvallarundirstaða eru baunir og hrísgrjón. Á Tóbagó geturðu fengið gómsætan fisk, sérstaklega vinsæll er guðlaxinn og túnfiskur. 

Árstíðir og ferðasamgöngur

Veðrið er heitt og notalegt allan ársins hring á Trinidad & Tóbagó en regntímabilið er frá júní til og með nóvember. Það þýðir regnskúrir einu sinni til tvisvar yfir daginn, en það rignir sjaldan í marga tíma í einu. Auðveldasti ferðamátinn milli eyjanna er 15 mínútna flug en það gengur einnig ferja á milli sem tekur um það bil 4 tíma.

Hafa samband