Kalifornía

Ævintýraferðir í Kaliforníu

G Adventures í Kaliforníu
  • Langar þig að kynnast nýrri menningu?
  • Langar þig að ferðast um ótroðnar slóðir?
  • Langar þig að upplifa mikið á stuttum tíma?

Ævintýraferð um Kaliforníu

Að ferðast í hóp með öðrum ævintýragjörnum einstaklingum er frábær leið til að kanna nýja staði. Ferðaplanið er búið til af sannkölluðum ferðasnillingum og býr leiðsögumaðurinn yfir ómetanlegri reynslu og þekkingu. Hann mun ekki aðeins sjá til þess að þú upplifir öll „must-see‟ kennileitin heldur einnig sýna þér alla földu gimsteina svæðisins. Upplifðu allt það besta sem Kalifornía hefur upp á að bjóða með G-Adventures!

1. Camping America West

Þessi þriggja vikna ferð hefst og endar í hinni fallegu borg San Francisco. Hér heimsækir þú stórborgirnar Los Angeles, San Diego, Scottsdale og Las Vegas ásamt því að fá tækifæri til að upplifa ótrúleg ævintýri eins og að fara í rafting niður Colorado ánna og gönguferð um Grand Canyon. Einnig munt þú fá tækifæri til að fara í ævitýraferðir um Arches, Bryce Canyon, Zion og Yosemite.

2. Sin, Surf, Sierras

Hér ferðast þú í níu daga frá Las Vegas til Los Angeles ásamt öðrum ævintýragjörnum einstaklingum allsstaðar að úr heiminum. Í þessari ferð heimsækir þú áfangastaði eins og Death Valley (Dauðadalinn), Yosemite og San Francisco ásamt því að keyra hinn fræga Pacific Coast þjóðveg frá San Francisco til Los Angeles. Ekki hika lengur og komdu með í ævintýralega ferð!

3. Best of the West

Nafnið segir allt sem segja þarf! Í þessari 15 daga ferð átt þú eftir að upplifa allt það besta á vesturströnd Bandaríkjanna. Heimsfrægar stórborgir, einstakar strendur, magnaðir skemmtigarðar og ótrúleg náttúruundur. Hér færð þú tækifæri til að fara í þyrluferð yfir Grand Canyon, kanna heppnina í Las Vegas, fara í hjólaferð um Yosemite þjóðgarðinn, upplifa næturlífið í San Francisco og taka mynd af „stjörnu‟ í Los Angeles!

4. Canyon Country & Coast

Langar þig að upplifa einstaka náttúru á suðvestur strönd Bandríkjanna? Þá er þessi ferð fyrir þig! Ferðin hefst í San Francisco og endar í Las Vegas þar sem þú færð tækifæri til að kanna San Diego, ná frábærum myndum af einstöku landslagi í Big Sur, fara í ævintýralega göngu um Grand Canyon ásamt því að skoða Horseshoe, Monument Valley, Moab og Bryce Canyon. Og ef þig langar í smá spennu getur þú skellt þér í rafting í Moab og gönguferð um Zion þjóðgarðinn.

5. Los Angeles to San Francisco Express 

Langar þig að upplifa sólarlagið við Grand Canyon, sjá hin frægu Joshua tré, kæla þig í Colorado ánni, kanna heppnina í Las Vegas og fara í magnaða gönguferð um Sequoia þjóðgarðinn? Nýttu tækifærið og skapaðu ógleymanlegar minningar.

 

Finnur þú ekki draumaferðina þína? Hér eru nokkrar til viðbótar!

 

Er kannski ævintýraferð um Kaliforníu ekki það sem þú ert að leita að? Hafðu samband og við aðstoðum þig við að skipuleggja draumaferðina þína.

Dreymir þig um að feraðst um Kaliforníu?
Hafðu samband!
Hafa samband