Kalifornía

Road trip um Kaliforníu

Road trip um Kaliforníu - Pacific þjóðvegurinn

Heillandi landslag, einstakir þjóðgarðar, magnaðar stórborgir, grænir skógar, heitar eyðimerkur og þekktir þjóðvegir. Það er einstakt ævintýri að fara í road trip um Kaliforníu! Leigðu bíl hjá okkur og nældu þér í 24 tíma fría leigu hjá Alamo - nánari upplýsingar hér fyrir neðan!

Road trip er klassísk en á sama tíma epísk leið til þess að ferðast. Þetta er frábær leið til þess að forðast takmarkanir. Þú hefur fullkomið frelsi og ræður algjörlega hraða ferðalagsins. 

Dreymir þig um að fara í road trip um Bandaríkin? Við mælum með því að þú byrjir í Kaliforníu. Hér eru nokkur road trip ráð:

  1. Hvaða áfangstaði langar mig að heimsækja?
  2. Hvernig bíl þarf ég að leigja?
  3. Hvað þarf ég að muna eftir?

1. Road trip um Kaliforníu

Road trip um Kaliforníu

Það margt að sjá og gera í Kaliforníu og því skiljanlegt að það getur verið erfitt að velja ferðaleiðina. Hér eru þrjár vinsælar road trip leiðir í Kaliforníu:

Ertu búin/n að ákveða ferðaleiðina? Þá er það næsta ákvörðun - hvernig bíl ætlar þú að leigja? Langar þig að ferðast um á klassískum convertible, á SUV með loftkælingu eða húsbíl?

2. Leigja bíl í Kaliforníu

Ef þú bókar bíl hjá okkur færðu 24 tíma fría leigu á economy size/ e-car í Kaliforníu hjá samstarfsaðila okkar, Alamo. Athugaðu að þetta tilboð gildir aðeins ef þú bókar í gegnum ferðaráðgjafa okkar. Hafðu samband og bókaðu road trip ferð um Kaliforníu!

Þú getur einnig leigt bíl í gegnum netið hér að neðan. KILROY og Alamo bjóða upp á hagstæð verð fyrir alla - sérstaklega ungt fólk og námsmenn. Veldu tegund, stærð, ferðatímabilið og hvar þú vilt sækja og skila bílnum. Já það er svona einfalt! Ef þú ert ekki alveg viss þá getur þú einnig alltaf haft samband við ferðaráðgjafa okkar!

Bílaleiga

 

Þegar þú lendir í Kaliforníu þarft þú aðeins að sækja bílinn og leggja af stað. Nánari upplýsingar í myndbandinu hér að ofan.

Að leigja húsbíl í Kaliforníu

Grilla fyrir utan húsbílinn að nóttu til - road trip

Húsbíll er heimilið þitt á fjórum hjólum. Á húsbíl færð þú meira frelsi og sveigjanleika á ferðalaginu. Þar hefur þú oftast litla eldhúsaðstöðu og getur því bæði sparað pening í gistingu og mat. 

Húsbílarnir eru til í mismunandi stærðum og gerðum. Ef þig langar í meiri lúxus þá getur þú bókað stærri bíl þar sem þú færð stærra eldhús, salerni með sturtu og auka pláss fyrir farangurinn. 

3. Okkar bestu road trip ráð 

Hraðbraut í Kaliforníu - KILROY

Að fara í road trip um Kaliforníu er einstök upplifun en það getur einnig verið yfirþyrmandi sérstaklega ef þú ert að keyra í fyrst sinn á hraðbraut. Við höfum því tekið saman nokkur góð ráð hér fyrir neðan sem aðstoða þig við að komast hjá stressandi aðstæðum.

  • Hraðbrautir og vegatollar í Kaliforníu

Að keyra á 7 akreina hraðbraut er svolítið öðruvísi en því sem þú hefur vanist hér á Íslandi. Hins vegar áttu eftir að uppgötva að umferðin gengur yfirleitt mjög vel - það eru bara aðeins fleiri bílar. Fylgdu umferðarreglunum og allt á eftir að ganga vel. 

Athugaðu að á sumum hraðbrautum eru vegatollar sem þýðir að þú þarft að greiða ákveðna upphæð til þess að nota þær. Þessir tollar geta verið þegar þú ferð inn á veginn og/eða þegar þú ferð út af veginum. Einnig ef þú ert að keyra langa vegalengd getur þú stundum þurft að greiða nokkrum sinnum á leiðinni.

  • Carpool‟ akreinar

Margar hraðbrautir hafa svokallaðar „carpool‟ eða HOV (high occupancy vehicle) akreinar en þær eru fyrir bíla sem hafa tvo eða fleiri farþega. Nýtt þessar akreinar ef þú ert ekki ein/n í bílnum og þannig getur þú komist hjá því að lenda í sumum umferðarteppum.

  • Vertu með GPS tæki

GPS tækið mun verða þinn besti vinur! Tækið sýnir þér alla vegi og hraðbrautir ásamt því að geta gefið þér upplýsingar um umferð og vegavinnu. Þú getur leigt GPS tæki á sama tíma og þú leigir bílinn.

Eftir hverju ertu að bíða? Ekki hika lengur og drífðu þig af stað. Hafðu samband og við munum aðstoða þig við að skipuleggja drauma road trip ferðina!

Langar þig að fara í road trip um Kaliforníu?
Hafðu samband!
Hafa samband