Suður-Ameríka

Overland ferðir um Suður-Ameríku

Iguassu fossarnir í Argentínu og Brasilíu - KILROY

Það er einstök upplifun að ferðast um í breyttum trukk með litlum hópi ævintýraþyrstra ferðalanga. Eitthvað sem allir verða að prufa! Í overland ferð færð þú tækifæri til að sjá meira landsvæði og einangraðri staði en þú gætir annars gert.

Allar ferðirnar eru misjafnar og geta verið allt frá einni viku upp í marga mánuði. Þú getur þá valið á milli þess að ferðast yfir eyðimerkur, sléttur, regnskóga og jafnvel heilar heimsálfur. Ekki gera þér vonir um lúxus - í svona ferðum er venjulega gist í tjöldum, skipst á að elda og ef bíllinn festist í miðjum þjóðgarði þurfa allir að hjálpast að við að moka hann upp! 

Tjaldaðu undir stjörnubjörtum himni og upplifðu alvöru ævintýri!

Ef þú ert ekki viss um hvaða ferð hentar þér best eða hvaða staði þú vilt sjá í Suður-Ameríku skaltu hafa samband við ferðaráðgjafa KILROY!


Per síðu
Fyrsta  1 2 3 4  ...  Seinasta 
Per síðu
Fyrsta  1 2 3 4  ...  Seinasta 
Hafa samband