Bílaleiga í Bandaríkjunum og Kanada

Bílaleiga í Bandaríkjunum og Kanada
Frá ISK Hafðu samband til að fá verðdæmi

Hápunktar

 • Lágmarksaldur til þess að leigja bíl er 21 árs en ekki 25 ára
 • Sérstaklega hagstæð kjör fyrir ungt fólk og námsmenn
 • Engin falin gjöld þegar bíllinn er sóttur

Inniheldur

 • Allar tryggingar
 • Ótakmarkaður kílómetrafjöldi
 • Ekkert auka ungmannagjald fyrir bílsjóra á aldrinum 21-24 ára
 • 3 auka bílstjórar
 • 1 frír tankur af bensíni
KILROY í samstarfi við Alamo býður upp á mjög hagstæð verð á bílaleigu í Bandaríkjunum og Kanada. Við bjóðum upp á sérstök kjör fyrir fólk yngra en 25 ára.
Lönd: Bandaríkin, Kanada

Venjulega eru bílaleigu-skilyrði fyrir ungt fólk mjög ströng. Hafðu einnig í huga að þú borgar meira þegar þú bókar bílaleigubíl á staðnum í staðinn fyrir að gera það að heimann. Þegar þú leigir bíl í Bandaríkjunum og Kanada í gegnum KILROY, borgar þú engin auka gjöld fyrir að vera "ungur bílstjóri" og allar tryggingar eru innifaldar. 

Hagstæð kjör þegar þú bókar í gegnum KILROY og Alamo:  

 • Ótakmarkaður kílómetra fjöldi í Bandaríkjunum og Kanada.
 • Lágmarksaldur er 18 ára í New York og Michigan en 21 árs í öðrum fylkjum.
 • Engin auka ungmennagjöld fyrir aðalbílstjóra (á aldrinum 21-24 ára) á bílaleigu í Bandaríkjunum og Kanada.
 • Bílaleigunni fylgja 3 viðbótar ökumenn í Bandaríkjunum og Kanada. Aðrir ökumenn þurfa að greiða gjald sem er 10 USD á dag auk skatta, en þú borgar þetta gjald þegar þú sækir bílinn.
 • 1 frír tankur af bensíni (verðmæti USD 70). Þú færð bílinn fullan af bensíni en mátt skila honum nánast tómum.*
 • ALI - Additional Liability Insurance (viðbótartrygging) er innifalinn í verðinu. 
 • Allir staðbundnir skattar, flugvallagjöld tengd bílaleigunni og meðhöndlunargjöld eru innifalin í verði.
 • Þú verður að vera með gilt ökuskírteini.
 • Þú verður að vera með gild kreditkort þegar þú leigir bíl til þess að geta greitt ábyrgðargjald (deposit), sem er svo endurgreitt ef þú skilar bílnum í góðu ásigkomulagi.
 • CDW - Collision Damage Waiver (minnkar sjálfsábyrgð leigjanda) sjálfsáhætta verður USD 0 í USA en í Kanada er sjálfsábyrgðin CAD 500.
 • Þú getur pantað GPS tæki á öllum Alamo stöðunum.

*Eina undantekningin er að þú gætir mögulega ekki fengið fullan tank ef þú sækir bílinn í Manhatta, því Alamo á mjög erfitt með að fylla á bílinn þar.

Er rukkað gjald fyrir að keyra aðeins aðra leið?

Það fer eftir ýmsu, en oftast er þetta gjald á milli USD 0-500 (fyrir utan skatta) og er greitt á staðnum þar sem þú leigir bílinn. Undantekningarnar eru: 

 • Ekkert gjald er rukkað fyrir að keyra aðeins aðra leiðina ef keyrt er á milli borga innan Flórída annarsvegar eða Kaliforníu hinsvegar. Þú getur því leigt bíl í San Francisco og skilað honum í Los Angeles án þess að greiða aukalega fyrir það. Þar að auki er ekkert gjald rukkað fyrir að keyra aðra leiðina á milli eftirfarandi fylkja: Kalifornía, Nevada og Arizona.
 • í flestum borgum er ekkert one-way gjald tekið fyrir að sækja bílinn í miðbænum og skila honum á flugvellinum. 
 • Ekki er hægt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum ef valinn er "Economy" bílaflokkurinn.

Vinsamlegast athugið:

Ekki er hægt að sækja bíla, né skila þeim á flugvöllum í New York; JFK, La Guardia og Newark (notið Manhattan frekar).

Það er valkvætt að fá sér svo kallaða "Roadside Plus insurance" en það viðbótartrygging sem nær til fleiri óhappa eins og ef þú skyldir týna lyklunum, þurfa að skipta um dekk, láta koma með bensín til þín ef þú verður bensínlaus og skipta um brotna rúðu (USD 5 á dag, plús skattar). 

Verð á bílaleigu eru mismunandi eftir tímabilum

Verð á bílaleigu í Bandaríkjunum og Kanada eru hærri á sumrinn og á vinsælum ferðatímabilum eins og t.d. jólunum. Suma bílaflokka er jafnvel ekki mögulegt að leigja á vissum tíma árs. Við mælum með að bóka bílaleigubíl með góðum fyrirvara. Háannatíminn er frá 14. júlí til 21. ágúst og frá 20. desember til 30. desember. 

Economy

Economy
Chevrolet Aveo or similar. Room for 5 people and 2 suitcases. aircon, automatic, radio/CD. Please ask for more specifications and information.
Hafðu samband við ferðaráðgjafa

Compact

Compact
Nissan Versa or similar. Room for 5 people and 2 suitcases. Aircon, automatic, radio/CD. Please ask us for more specifications and information.
Hafðu samband við ferðaráðgjafa

Midsize/Intermediate

Midsize/Intermediate
Toyota Corolla or similar. Room for 5 people and 2 suitcases. Aircon, automatic, radio/CD. Please ask us for more specifications and information.
Hafðu samband við ferðaráðgjafa

Standard

Standard
Ford Fusion or similar. Room for 5 people and 4 suitcases. Aircon, automatic, radio/CD. Please ask us for more specifications and information.
Hafðu samband við ferðaráðgjafa

Fullsize

Fullsize
Chevrolet Impala or similar. Room for 5 people and 4 suitcases. Cruise control, aircon, automatic, radio/CD. Please ask us for more specifications and information.
Hafðu samband við ferðaráðgjafa

Premium

Premium
Buick regal or similar. Room for 5 people and 4 suitcases. Cruise Control, aircon, automatic, radio/CD. Please ask us for more specifications and information.
Hafðu samband við ferðaráðgjafa

Convertible

Convertible
Ford Mustang or similar. Room for 4 people and 2 suitcases. Aircon, automatic, radio/CD. Please ask us for more specifications and information.
Hafðu samband við ferðaráðgjafa

Midsize SUV

Midsize SUV
Ford Escape or similar. Room for 5 people and 3 suitcases. Aircon, automatic, radio/CD. Please ask us for more specifications and information.
Hafðu samband við ferðaráðgjafa

Standard SUV

Standard SUV
Jeep Grand Cherokee or similar. Room for 5 people and 4 suitcases. Aircon, automatic, radio/CD. Please ask us for more specifications and information.
Hafðu samband við ferðaráðgjafa

 

Vinsamlegast athugið að bílaflokkanir og tegundir bílar geta verið mismunandi eftir Bandaríkjunum og Kanada. Ef þú ert búin(n) að bóka bíltegund/flokk, og hann er ekki til þegar þú kemur að sækja hann, þá verður þér boðinn bíll af betri flokk (svokallað frítt upgrade).

 

Hafa samband