4x4 MSE - Suður-Afríka, Namibía og Botsvana

Leigðu 4x4 húsbíl í Afríku

Hápunktar

 • Leiga fyrir fólk 21 árs og eldri
 • Þaktjald
 • Eldhúsáhöld
 • Eldavél
 • Vaskur

Inniheldur

 • Vegaaðstoð 08-22
 • Allur borðbúnaður
 • Koddar, svefnpokar
 • Handklæði
 • Pottar og pönnur
Frábær bíll sem hentar tveimur einstaklingum sem vilja komast út fyrir hina hefðbundnu ferðamannalóð og upplifa mögnuð ævintýri í Suður-Afríku, Namibíu og/eða Botsvana.
Lönd: Suður-Afríka, Namibía og Botsvana

Ef þú vilt fyrirferðarlítinn húsbíl sem auðvelt er að keyra þá er 4x4 MSE Nissan húsbíllinn rétta valið fyrir þig. Bíllinn er fullkominn fyrir ferðalanga sem elska að gista í tjaldi, vilja komat út fyrir hina hefðbundnu ferðamannaslóð og þurfa ekki mikið pláss. 

MSE Nissan húsbílinn - akstur og öryggi

4x4 MSE Nissan er beinskiptur, hefur 2,5 lítra díselvél og 140 lítra eldsneytistank sem kemur þér þangað sem þú vilt fara. Bílinn hefur að auki tvö varadekk, öryggisbelti, ABS hemlakerfi, samlæsingu og vökvastýri.

Leigðu 4x4 bíl í Suður-Afríku, Namibíu eða Botsvana

Upplifðu epískt road trip

4x4 MSE Nissan er þægilegur í akstri og vel útbúinn. Á þaki bílsins er tjald fyrir tvo fullorðna en að auki er í bílnum ísskápur, borð, stólar, borðbúnaður, handklæði, rúmföt, vargírar, 55 lítra vatnstankur og allra handa prímus.

Bílinn hefur tvöfalt rafkerfi en þannig getur þú haldið matvælunum köldum á meðan þú upplifir fjölbreytt ævintýri. 

Leigðu 4x4 bíl í Suður-Afríku og láttu road trip drauminn rætast

Stærðir:

 • Hæð: 1.7m (tjaldið niðri)
 • Lengd: 5.2 m
 • Breidd: 1.8m
 • Tjald: 2.1m x 1.2m
Download 4x4 MSE campervan spec sheet (PDF)


Leigustaðir

Hægt er að leigja 4x4 MSE húsbílinn í Suður-Afríku, Namibíu og Botsvana og getur þú sótt og skilað honum á eftirfarandi stöðum:

 • Jóhannesarborg, Suður-Afríku
 • Cape Town, Suður-Afríku
 • Durban, Suður-Afríku
 • East London, Suður-Afríku
 • Port Elizabeth, Suður-Afríku
 • George, Suður-Afríku
 • Windhoek, Namibíu
 • Swakopmund, Namibíu
 • Walvis Bay, Namibíu
 • Gaborone, Botsvana
 • Maun, Botsvana

Myndir af 4x4 MSE húsbílnum

 

Hvað kostar að leigja 4x4 MSE húsbíl

Verðið fer eftir árstíð og eftirspurn. Almennt er að þú færð lægsta verðið ef þú leigir bílinn með góðum fyrirvara, þegar framboðið er mikið. Þar að auki er ódýrara að leigja bílinn á lágannatíma. Þetta er svipað og með flugmiða! Ef þú vilt fá nákvæmt verð á húsbílaleigu skaltu hafa samband við ferðaráðgjafa KILROY.

Myndband - ferðalag um Suður-Afríku í 4x4 MSE húsbíl

 

Hafa samband