Maui húsbíll - Suður-Afríka og Namibía

Leigðu Maui húsbíl í Afríku

Hápunktar

 • Rúmgóður
 • 2 tvíbreið rúm
 • Eldavél
 • Sturta
 • Ísskápur 80 L

Inniheldur

 • Borðbúnaður
 • Rúmföt
 • Handklæði
 • Pottar og pönnur
Þessi bíll er alvöru! Dreymir þig um að fara í ævintýralegt road trip um Suður-Afríku og/eða Namibíu þar sem þú upplifir fullkomið frelsi en hefur á sama tíma öll helstu þægindin? Þá er þetta bíllinn fyrir þig.
Lönd: Suður-Afríka og Namibía

Ef þægindi eru númer eitt á ferðalögum þínum þá er þessi húsbíll fullkominn fyrir þig. Maui húsbíllin er rúmgóður, vel útbúinn og auðveldur í akstri. Hann er fullkominn fyrir allt að fjóra fullorðna sem langar að upplifa einstök ævintýri í Suður-Afríku og/eða Namibíu en á sama tíma hafa þægindin í fyrirrúmi.

Maui húsbíllinn - akstur og öryggi

Maui húsbílinn er beinskiptur, hefur 2,2 lítra díselvél og 80 lítra eldsneytistank sem kemur þér þangað sem þú vilt fara. 

Bíllinn hefur eitt varadekk, öryggisbelti, tvo loftpúða, ABS hemlakerfi, samlæsingu og vökvastýri. 

Öll þau þægindi sem þú þarft

Maui húsbíllinn er þægilegur í akstri og vel útbúinn. Í bílnum eru tvö rúm (2,2m x 1,27m og 1,8m x 1,27m, bæði fullkomin fyrir tvo fullorðna), sturta, vatnshitari, ísskápur, borð og stólar, borðbúnaður, rúmföt, 80 lítra vatnstankur, góð eldunaraðstaða og allra handa prímus. Að auki er tvöfalt rafkerfi í bílnum þannig að ljós og ísskápur ganga á sitthvoru kerfinu. Þannig haldast matvörur þínar kaldar á meðan þú ert að upplifa ný ævintýri.  

Bíllinn hefur tvöfalt rafkerfi en þannig ganga ljósin og ísskápurinn á sitthvoru kerfinu og þú getur haldið matvælum köldum á meðan þú upplifir fjölbreytt ævintýri.

Upplifðu epískt road trip í Suður-Afríku

Stærðir bílsins

 • Hæð að utan: 3.4m
 • Hæð að innan: 2.0m
 • Lengd: 6.9 m
 • Breidd: 2.3m
Download specifications


Leigustaðir

Hægt er að leigja Maui húsbílinn í Suður-Afríku og Namibíu og getur þú sótt og skilað honum á eftirfarandi stöðum:

 • Jóhannesarborg, Suður-Afríku
 • Cape Town, Suður-Afríku
 • Durban, Suður-Afríku
 • East London, Suður-Afríku
 • Port Elizabeth, Suður-Afríku
 • Windhoek, Namibíu

Leigðu húsbíl í Suður-Afríku eða Namibíu

Hvað kostar að leigja 4x4 MSE húsbíl

Verðið fer eftir árstíð og eftirspurn. Almennt er að þú færð lægsta verðið ef þú leigir bílinn með góðum fyrirvara, þegar framboðið er mikið. Þar að auki er ódýrara að leigja bílinn á lágannatíma. Þetta er svipað og með flugmiða! Ef þú vilt fá nákvæmt verð á húsbílaleigu skaltu hafa samband við ferðaráðgjafa KILROY.

Myndband - upplifðu epískt road trip í Suður-Afríku og Namibíu

Hafa samband