Navi húsbíll - Suður-Afríka, Namibía og Botsvana

Leigðu Navi húsbíl í Afríku

Hápunktar

 • Leiga fyrir fólk 21 árs og eldri
 • Rúmgóður
 • Tvíbreitt rúm
 • Eldavél
 • Sturta

Inniheldur

 • Vegaaðstoð 08-22
 • Allur borðbúnaður
 • Rúmföt
 • Handklæði
 • Pottar og pönnur
Leigðu 4x4 Naví húsbíl og njóttu þess að ferðast um Suður-Afríku, Namibíu og/eða Botsvana með stæl. Öruggur, rúmgóður og þægilegur - Naví húsbíllinn er fullkominn fararmáti fyrir tvo fullorðna.
Lönd: Suður-Afríka, Namibía og Botsvana

Ef þú ert að leita eftir þægindum á road trip ferðalagi þínu um Suður-Afríku, Namibíu og/eða Botsvana þá er 4x4 Naví húsbílinn fullkominn fyrir þig. Bíllinn er rúmgóður, vel útbúinn og auðvelt að aka. Hann er fullkominn fyrir ferðalanga sem vilja fara út fyrir hefðbundna ferðamannaslóð en á sama tíma halda í þægindin.

4x4 Navi húsbíllinn - akstur og öryggi

Navi húsbíllinn er beinskiptur, hefur 2,4 lítra díselvél og 80 lítra eldsneytistank sem mun taka þig þangað sem þú vilt fara.

Bíllinn hefur eitt varadekk, öryggisbelti, loftpúða, ABS hemlakerfi, samlæsingu og vökvastýri. Að auki er í bílnum slökkvitæki, tveir viðvörunar þríhyrningar, reipi og tjakkur.

Myndband - nánari upplýsingar um 4x4 Navi húsbílinn

 

Njóttu frelsisins!

Navi húsbílinn er vel útbúinn og hefur öll þau þægindi sem þú þarft. Í bílnum er tvíbreitt rúm (1,9m x 1,68m), salerni, sturta, vatnshitari, ísskápur, borð, borðbúnaður, haldklæði, rúmföt, 60 lítra vatnskútur, eldunaraðstaða og allra handa prímus og hækkanlegt þak. Að auki er tvöfalt rafkerfi í bílnum þannig að ljós og ísskápur ganga á sitthvoru kerfinu. Þannig haldast matvörur þínar kaldar á meðan þú ert að upplifa ný ævintýri.  

The Britz 4x4 Navi húsbíllinn er rúmgóður og vel útbúinn

Stærðir

 • Hæð að utan: 2.6m (þak niðri)
 • Hæð að innan: 1.81m þak niðri, 2m þak uppi.
 • Lengd: 5.4 m
 • Breidd: 1.8m
Download 4x4 Navi campervan spec sheet (PDF)


Leigustaðir.

Hægt er að leigja Navi húsbílinn í Suður-Afríku, Namibíu og Botsvana en þú getur sótt og skilað honum á eftirfarandi stöðum:

 • Jóhannesarborg, Suður-Afríku
 • Cape Town, Suður-Afríku
 • Durban, Suður-Afríku
 • East London, Suður-Afríku
 • Port Elizabeth, Suður-Afríku
 • George, Suður-Afríku
 • Windhoek, Namibía
 • Swakopmund, Namibía
 • Walvis Bay, Namibía
 • Gaborone, Botsvana
 • Maun, Botsvana

Leigðu Naví húsbílinn og láttu road trip drauminn rætast í Suður-Afríku

Hvað kostar að leigja 4x4 MSE húsbíl

Verðið fer eftir árstíð og eftirspurn. Almennt er að þú færð lægsta verðið ef þú leigir bílinn með góðum fyrirvara, þegar framboðið er mikið. Þar að auki er ódýrara að leigja bílinn á lágannatíma. Þetta er svipað og með flugmiða! Ef þú vilt fá nákvæmt verð á húsbílaleigu skaltu hafa samband við ferðaráðgjafa KILROY.

Myndband - Road trip um suðurhluta Afríku í 4x4 húsbíl

Hafa samband