Chubby húsbíll - Ástralía

Chubby húsbíll í Ástralíu
Frá ISK 56.900,- á viku

Hápunktar

 • Tvöfalt rúm
 • Vaskur
 • Borð
 • Kælibox
 • CD stereo með plugg fyrir mp3 spilara

Inniheldur

 • Ótakmarkaður kílómetra fjöldi
 • 24-klukkutíma veg aðstoð
 • Kort
 • 10% afsláttur af allskonar tjaldsvæðum
 • Pottar og pönnur
The Chubby húsbíllinn er ódýrasti valkosturinn fyrir tvo bakpokaferðalanga á litlu ráðstöfunarféi í Ástralíu. Chubby er mjög töff bíll með skemmtilegri graffík á hliðinum en það gerir það að verkum að hann er öðruvísi en allir hinir húsbílanir á vegum Ástralíu. Hann hentar einstaklega vel fyrir pör eða tvo vini að ferðast saman.
Lönd: Ástralía

Keyrsla og svefn

Það er pláss fyrir tvo í framsætinu þegar þú ert að keyra. Baka til finnur þú borð sem allt að fjórir geta borðað á. Á nóttinni er þetta nokkuð góður staður fyrir tvo að sofa í tvöföldu rúmi. í myndbandinu hér fyrir neðan getur þú séð hvernig "borðstofunni" er breytt í svefnherbergi. Töskur eru svo geymdar fyrir neðan rúmið. 

Eldavél, kælibox og vaskur

Að baka til í húsbílnum, þegar þú opnar afturhrðina, finnur þú eldavél og vask. Þetta er ekki neitt lúxus eldhús, en þar ættir þú að finna allt sem þú þarft á meðan ferðast erum Ástralíu. Eldhús innieldur: Vask, gastank tengdan við tveggja hellu eldavél, vatnstank, kælibox og pláss fyrir potta og pönnur. 

Stærðir

Hæð að utan/innandyra: 1.84m / 1.24m
Lengd/Breydd: 4.5m x 1.69m
Tvöfalt rúm: 1.85m x 1.55m *

* Ef þú ert hærri en 185 cm og ert að fara í langt road trip, þá mælum við með því að taka Hi-Top húsbílinn í staðinn fyrir Chubby. Hann er með meiri pláss fyrir hávaxið fólk og þar er jafnvel hægt að standa uppréttur í bílnum. 

Hvar þú getur leigt bílinn

Chubby húsbíllinn er aðeins fáanlegur í Ástralíu og þú getur sótt hann og skilað honum víðsvegar um Ástralíu; Sydney, Melbourne, Cairns, Brisbane, Darwin, Perth. 

KILROY extras

Ef þú leigir Chubby húsbílin í gegnum KILROY færðu þessa hluti aukalega: 

 • Lágmarksaldur er 18 ára (venjulega er það 21 árs og allavega eins árs reynsla af því að keyra)
 • Frítt kort og leiðsögubæklinar
 • Ekkert gjald tekið fyrir að fara bara aðra leiðina (venjulega er það AUD 200) á milli Melbourne, Sydney, Brisbane og Cairns
 • Frítt ferðakitt: pottar, pönnur, diskar, lak, koddar og svefnpokar. 
 • Ef þú ert svo með gilt ISIC kort þá þarftu ekki að borga aukalega fyrir hvern bílstjóra (venjulega AUD 75). 

Hafa samband