Crib húsbíll - Ástralía

Jucy Crib húsbíll í Ástralíu
Frá ISK Hafðu samband við ferðaráðgjafa

Hápunktar

 • Sæti fyrir 2
 • Rúm fyrir 2
 • A/C í fremri sætum
 • vaskur með tappa/niðurfalli
 • Vatnstankur

Inniheldur

 • Ótakmarkaður kílómetrafjöldi
 • 24-klukkustunda vegaaðstoð
 • Öll eldhúsáhöld/hnífapör
 • Sængurföt, sæng, koddi
 • Handklæði og tuskur
Hinn frægi Crib húsbíll er sérsmíðaður fyrir Jucy. Í bílnum er allt sem tveir einstaklingar þurfa til þess að kanna hina risastóru Ástralíu: Rúm, gaseldavél, geislaspilari, útvarp, DVD spilari, ísskápur og meira að segja eldhúsvaskur.
Lönd: Ástralía

Ef þú vilt fyrirferðarlítinn húsbíl í Ástralíu sem auðvelt er að keyra er Crib rétta valið fyrir þig. 2 einstaklingar geta gist í Crib bílnum, sem er fullkominn fyrir ferðalanga sem vilja sameina road trip og útilegu Down Under. Fljótlegt er að breyta Crib bílnum fyrir nóttina og í honum er tvíbreitt rúm, svo þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því að finna gistingu!

Að keyra Crib húsbílinn

Crib líkist venjulegum bíl meira en stórum húsbíl svo það er mjög þægilegt að keyra hann. Hann er sjálfskiptur, svo þú þarft bara að einbeita þér að því að keyra vinstra megin á veginum. Það ætti ekki að taka nema nokkrar klukkustundir. 

Að borða og sofa í Crib húsbílnum

Aftan við fremri sæti bílsins er "stofan". Þar er borð, bekkur og 2 sæti sem gera þér kleift að halda flott útilegu-matarboð fyrir 4 ferðalanga. Það er DVD spilari innbyggður í loftið, svo þú getur átt kósýkvöld inni í bíl ef það er rigning úti.

Crib cameprvan - "stofan" breytist í tvíbreitt rúm

Þegar það er kominn tími til að fara sofa breytist borðið og sætin í þægilegt tvíbreitt rúm og þú getur dregið fyrir alla glugga til þess að fá betri svefnfrið. Geymslupláss er undir bekknum.

Að elda, kæla og vaska upp

Eldunaraðstaðan er í skottinu. Þetta er ekkert lúxus-eldhús, en þarna finnur þú allt sem þú þarft að nota á ferðalaginu. Eldhúsaðstaðan í Crib inniheldur: vask, lítinn vatnstank, gaseldavél, ísskáp (18 L) og geymslu fyrir potta, pönnur o.s.frv.

Crib cameprvan - Eldhúsið er í skottinu

Stærðir:

 • Hæð úti/inni: 1.8m / 1.2m
 • Lend/breidd: 4.6m x 1.6m
 • Tvíbreitt rúm: 1.90m x 1.30m *

>> Náðu í Crib campervan spec sheet

Ef þú ert hærri en 185 cm og ætlar í langa ferð um Ástralíu mælum við með að þú leigir annan bíl en Crip. Aðrar týpur af bíl, t.d. Condo campervan, eru plássmeiri og henta betur hávöxnu fólki. Þar geta 4 sofið og þú munt geta staðið upprétt/ur inni í bílnum.

Leigustaðir

Hægt er að leigja Crib húsbílinn í Ástralíu. Þú getur sótt bílinn og skilað honum í:

 • Melbourne
 • Sydney
 • Brisbane
 • Cairns

Hvað kostar að leigja Crib húsbíl?

Verðið fer eftir árstíð og eftirspurn. Þú færð lægsta verðið ef þú leigir bílinn með góðum fyrirvara þegar framboðið er mikið. Þar að auki er ódýrara að leigja bílinn á "low season". Ef þú leigir bílinn með stuttum fyrirvara muntu greiða meira. Þetta er svipað og með flugmiða! Ef þú vilt fá nákvæmt verð á húsbílaleigu skaltu hafa samband við ferðaráðgjafa KILROY.

KILROY samningur

 • Lágmarksaldur er 18 ár (venjulega er hann 21 ár og viðkomandi þarf að hafa verið með ökuskírteini í a.m.k. 1 ár).
 • Frítt app sem sýnir tjaldsvæði, spennandi staði og fleiri Jucy tilboð.

Myndir af Crib húsbílnum

 

Hafa samband