Hi-Top húsbíll - Ástralía

Hi-Top húsbíll - Ástralía
Frá ISK 44.900,- á viku

Hápunktar

 • Tvöfalt rúm
 • Loftkæling
 • Eldavél
 • Örbylgjuofn
 • Kælir

Inniheldur

 • Ótakmarkaður Kílómetrafjöldi
 • 24-klukkutíma vegaðstoð
 • Kort
 • 10% afsláttur af allskonar tjaldsvæðum
 • Pottar og pönnur
HiTop húsbíllinn býður upp á aðeins meiri þægindi ef við berum hann t.d saman við Chubby húsbílinn. Þetta er alhliða húsbíll og aðstaða fyrir alla helstu hluti sem þú þarft þegar ferðast er um Ástralíu.
Lönd: Ástralía

Ólíkt Chubby húsbílnum er auðvelt að standa uppréttur inní HiTop húsbílnum því hann er hærri til lofts. Hann er einnig með sérstaka loftkælingu fyrir bílstjórasætið og því auðvelt að halda sér köldum og góðum á heitum dögum í Ástralíu.  

Keyrsla og svefn 

Í framsætunum er pláss fyrir allt að 3 manneskjur (tvo fullorðna og eitt barn) á meðan keyrt er, hins vegar geta aðeins tveir sofið í honum. Ef þú tekur barn með þér í ferðalagið, þá er einbreytt rúm fyrir ofan (lengd 1.6 m). Á daginn er svo hægt að færa rúmið til og koma fyrir borði. Þar geta allt að fjórir borðað í einu. Undir því er svo pláss fyrir töskur og annan farangur. Endilega skoðið myndbandið hér fyrir neðan til þess að sjá enn betur hvað þessi bíll hefur upp á að bjóða fyrir Ástralíuferðina þína. 

Eldavél, kælir og vaskur

Í miðjunni á HiTop bílnum er eldhúsaðstaða. Þar finnur þú tveggja hellu eldavél og einnig örbylgjuofn, því er auðvelt að elda þar. Vaskurinn er tengdur við pumpu sem dælir köldu vatni. Það er einnig 57 lítra kælir til þess að geyma mat og drykki. Sem getur verið hentugt þegar heitt er úti eins og oft vill verða í Ástralíu. 

Stærðir

Hæð að innan/utan: 1.83 m/2.45 m
Lengd / breydd: 4.65 m x 1.80 m
Tvöfalt rúm: 1.85 m x 1.55 m
Ein beytt rúm: 1.6 m x 1.38 m (child only). Max. 60 kg.

Hvar er hægt að leigja hann? 

 HiTop húsbíllinn er aðeins fáanlegur í Ástralíu og þú getur sótt hann á eftirfarandi stöðum: Sydney, Melbourne, Cairns, Brisbane, Darwin og Perth.

KILROY extras

Ef þú leigir Chubby húsbílin í gegnum KILROY færðu þessa hluti aukalega: 

 • Lágmarksaldur er 18 ára (venjulega er það 21 árs og allavega eins árs reynsla af því að keyra)
 • Frítt kort og leiðsögubæklinar
 • Ekkert gjald tekið fyrir að fara bara aðra leiðina (venjulega er það AUD 200) á milli Melbourne, Sydney, Brisbane og Cairns
 • Frítt ferðakitt: pottar, pönnur, diskar, lak, koddar og svefnpokar. 
 • Ef þú ert svo með gilt ISIC kort þá þarftu ekki að borga aukalega fyrir hvern bílstjóra (venjulega AUD 75).

 

Hafa samband