C-19 húsbíllinn - Bandaríkin og Kanada

Leigja húsbíl í Bandaríkjunum og Kanada
Frá ISK Hafðu samband til að fá verðdæmi

Hápunktar

  • Tvöfalt rúm
  • Vökvastýri
  • ABS - bremsur
  • Hraðastýring
  • Sjálfskipting
C-19 húsbíllinn frá Cruise America mun veita þér frelsistilfinningu á meðan þú ferðast um Bandaríkin og Kanada. Öll helstu nauðsynjar eru um borð í bílnum og þú þarft ekki að hafa áyggjur að því að finna gististað eða fara nota samgöngur. Þú ert að keyra færanlegt hótel!
Lönd: Bandaríkin, Kanada

Hvaða húsbíll hentar mér? 

KILROY og Cruise America eru í samstarfi og hafa 40 ára reynslu af því að leigja út húsbíla í Bandaríkjunum og Kanada. Það eru 3 tegundir af C- húsbílum, sem gerir valið auðveldara fyrir þig og þá sérstaklega ef þú veist hversu margir eru að fara ferðast saman og hversu lengi. 

  • Ef þið eruð tvær manneskjur og eruð að leita eftir öllum helstu þægindum sem húsbílar hafa upp á að bjóða, þá ættiru að velja C-19 (19 fet í lengd). Hann er kannski minni en bræður sínir en auðvelt er að keyra hann og leggja honum - og miðað við að vera húsbíll þá eyðir hann ekki miklu. 
  • Ef þú ert að fara ferðast með 4-5 öðrum þá ættiru að velja miðstærðina C-25 (25 fet í lengd). 
  • EF þið eruð 5-7 þá hentar C-30 (30 feta langur) ykkur best. 

Keyrsla og svefn 

Allir Cruise America húsbílarnr eru búnir vökvastýri, ABS-bremsur og eru þeir eru sjálfskiptir. Ef þú hefur ekki keyrt sjálfskiptan bíl áður, ekki hafa áhyggjur, það er fáránlega auðvelt og tekur örstuttan tíma að læra inn á það. Eina sem þú þarft að hugsa um þegar þú keyrir stóran húsbíl er að taka stórar beygjur!

Framsætið í C-19 tegundinn tekur tvo einstaklinga en það er svo pláss fyrir tvær manneskjur í miðjum bílnum. Þar er einnig matarborðið. Á nóttinni er þesu boði auðveldlega breytt í einbreitt rúm. Síðan er annað horn rúm og eitt tvöfalt fyrir ofan bílstjórasvæðið, fullkomið fyrir par, tvo vini eða litla fjölskyldu. 

C-19 Day layout   C-19 Night layout
Click to enlarge     Click to enlarge

Eldhús og Baðaðstaða

C-19 tegundin er með fullbúið eldhús og baðaðstöðu, einnig er hitari ef þörf er á honum. Vaskurinn er með rafrænapumpu sem er tengd í kaldan vatnstank. Eldavélin með innbyggðum 3 hellum - meira en nóg fyrir frábæran útileigu mat. Þar er einnig örbylgjuofn og kælir til þess að geyma mat og drykk. Baðherbergið er með sturtu og fersku vatni fyrir klósettið. 

Stærð C-19

Hæt að utan: 3.72 m
Lengd/breydd að utan: 6.15 m x 2.34 m
Tvöfalt rúm: 1.52 m x 2.13 m
Einbreytt rúm: 0.94 m x 1.83 m

 

Þarf ég að vera með meira próf?

Þegar að kemur að öllum Cruise America húsbílunum þá nægir að vera með venjulegt evrópskt ökuskirteini (B Flokkur). 

Hvað kostar að leigja C-19 húsbíl

Verðið er mismunandi eftir eftirspurn og hversu marga kílómetra og hluti þú þarft. KILROY og Cruise America nota svokallað "Flex Rate" kerfi til að ákveða verðið hverja viku fyrir sig. Ef þú bókar húsbílin með fyrirvara þá er líklegra að þú fáir hann á betra verði. Hins vegar ef þú bókar mjög nálægt brottför eða þegar mikið er að gera þá borgar þú oftast meira. Nokkuð svipað og með flugmiða. Ekki gleyma því að verð eru sveigjanleg - oft geturu fengið stærri C-30 húsbílinn ódýrari en C-19 eða C25 - eina sem skiptir máli er hvað er laust á hvaða tíma! 

Viltu aðeins keyra aðra leiðina

Það er möguleiki að bóka aðeins aðra leiðina á milli allra Cruise Americas leigustað í Bandaríkjunum, hins vegar er það ekki möguleiki á milli Bandaríkjanna og Kanada. Þá þarftu að að borga allt að USD 750. Hér fyrir neðan er hægt að sjá allar helstu Cruise America leigustöður í Bandaríkjunum og Kanada. 

Click to enlarge

Vinsælar húsbíla leiðir

Vinsælasta leiðin með húsbíl í Bandaríkjunum er þessi klassíska leið frá San Francisco til Los Angeles og til Grand Canyon til Las Vegas áður en haldið er aftur til San Francisco via Yosemie þjóðgarðinum. Það eru þó margar aðrar frábærar leiðir sem hægt er að fara um í Bandaríkjunum og Kanada. Við höfum gert skýrslu um hvernig sé best að nýta húsbílinn og reynslu að keyra honum. 

>> Niðurhalda PDF skjali með upplýsingum um húsbíla og ferðir  (PDF, 8 mb)

 

Hafa samband