Escape húsbílar - BNA

Frá ISK Hafðu samband til að fá verðdæmi

Hápunktar

 • Svefnaðstaða fyrir 2
 • Leiga fyrir fólk 21 árs og eldri
 • Eldhús í skottinu
 • Eldavél
 • Vaskur

Inniheldur

 • Allar nauðsynlegar tryggingar
 • GPS tæki fylgir frítt með
 • Ókeypis auka bílstjóri
 • 100 mílur á dag
Prufaðu hina stórglæsilegu handmáluðu húsbíla á vesturströnd Bandaríkjanna! Njóttu fegurðinnar sem Kalifornía, Arizona, Nevada og önnur fylki í bandaríska vestrinu bjóða upp á, þegar þú krúsar um þjóðvegina og eyðir nóttunum í húsbílnum á tjaldsvæðum allra þeirra þjóðgarða sem eru á svæðinu.
Lönd: Vesturströnd Bandaríkjanna

Escape húsbíll er mjög góður kostur fyrir bakpokaferðalanga og ungt ferðafólk. Þú hefur allt sem til þarf í bílnum og tveir ferðafélagar ættu að geta komið sér vel fyrir svefnin. Escape húsbílarnir eru líka ódýrari en stærri húsbílar sem hægt er að leigja og þú sparar pening á því en að vera á dýrum hótelum hverja nótt. Í þessum húsbílum getur þú slakað á í afskekktum tjaldsvæðum eða á þeim þekktari nær borgum og bæjum. Hinsvegar er þinn besti kostur líklegast að vera yfir nótt í þjóðgörðunum. Komdu þér fyrir snemma dags, þessi stæði fyllast upp á sumrin.

Kostir Escape Húsbílsins

 • Ódýr daggjöld
 • Þú mátt keyra 100 mílur á dag
 • Sérstæð handmálað listaverk á hverjum bíl gert af einhverjum heimamanni
 • Leigustöð í Los Angeles, San Francisco og Las Vegas
 • Heimsóttu og kannaðu Kanada án þess að borga sérgjald
 • Meðal bestu húsbíla í BNA hvað varðar granna bensíneyðslu
 • Þú getur keypt byrjunarpakka (start package)
 • Stólar fylgja
 • Beddar og ábreiður fylgja
 • Auðveldlega skilin tryggingaskilmálar og leigusamningur
 • Getur fengið bíl án trygginga
 • Ekkert gjald tekið að gera bílinn kláran fyrir leigutöku
 • Þú þarft bara að vera 21 árs eða eldri til að geta leigt húsbílinn (ekkert aukagjald fyrir þá sem eru yngri en 25 ára)
 • Áreiðanlegir og nýstárlegir húsbílar sem hafa verið útbúnir milli 2009 og 2011
 • 24  tíma vegaðstoð hvar sem er í BNA og Kanada
 • Geta verið fleiri en einn ökumaður skráður til þess að keyra bílinn án þess að borga aukagjald
 • Vinaleg og persóleg þjónustulund sem veitir þér góðar upplýsingar um þá staði sem þú hyggst skoða
 • "Engin aukakostnaðar" stefna

Leigustaðir

Escape húsbílarnir eru mjög sérstakir og aðeins fáanlegir á vesturströnd Bandaríkjanna. Leigustaðir eru að finna í Los Angeles, Las Vegas og San Francisco.

Allar trygginar innifaldnar

Það er mjög mikilvægt að þú ert vel tryggður í BNA þegar þú leigir bíl eða húsbíl. Það getur reynst vera erfitt að finna út hvaða trygging er innfalin í verðinu og hvaða trygging er ekki innifalin. Það sem við gerum fyrir þig er að hafa allar nauðsynlegar tryggingar innifaldnar í verðinu þegar þú leigir Escape húsbíl í BNA.

Myndbönd

Ef þú hefur ekki ekið húsbíl áður og ef þú ert ekki alveg viss um hvernig það er þá mælum við með því að skoða myndböndin okkar sem eru efst á síðunni.

Ert þú að leita að hinum fullkomna húsbíl?
Hafðu samband

Hafa samband