Trailblazer húsbíll - USA og Kanada

Leigðu húsbíl í USA eða Kanada
Frá ISK Hafðu samband

Hápunktar

 • Bílstjóri þarf að hafa náð 21. árs aldri
 • Tvö tvíbreið rúm
 • Eldunaraðstaða í skottinu
 • Gaseldavél
 • Vaskur

Inniheldur

 • 24-klukkustunda vegaaðstoð
 • Grunntrygging
Trailblazer húsbíllinn býr yfir öllum þægindum lítils húsbíls. Í bílnum er að finna ísskáp, gaseldavél, vask, DVD spilara og tvö þægileg tvíbreið rúm svo allt að fjórar manneskjur geta sofið í bílnum. Húsbíllinn er lítill sem þýðir að auðvelt er að keyra hann.
Lönd: Vesturhluti Bandaríkjanna og Kanada

Trailblazer húsbíllinn er fyrirferðarlítill og hentar vel ef þú vilt hafa mikið frelsi og sveigjanleika á meðan þú kannar vesturhluta Bandaríkjanna. Þú getur jafnvel keyrt til Kanada ef þú vilt fara í lengra road trip. Bíllinn er lítill miðað við húsbíl sem gerir það að verkum að einfalt er að keyra hann. Trailblazer húsbíllinn er fyrir 2 einstaklinga sem elska útilegulífið og þurfa ekki mikið pláss eða klósett um borð í bílnum.

Að keyra Trailblazer húsbílinn

Trailblazer húsbíllinn er auðveldur í keyrslu þar sem hann líkist venjulegum bíl frekar en stórum húsbíl. Hann er byggður sérstaklega fyrir Jucy og líkist Chrysler og Dodge bílum. Húsbíllinn er sjálfskiptur svo þú þarft bara að einbeita þér að því að rúnta um þjóðvegi Bandaríkjanna og Kanada.

Jucy Trailblazer - rent this campervan in Western USA and Canada

Að borða og sofa í Trailblazer húsbílnum

Aftan við fremri sæti bílsins er "stofan" með borði og tveimur bekkjum þar sem hægt er að halda kósý útilegu-matarboð fyrir 4 ferðalanga. DVD spilari er innbyggður í bílinn, sem kemur sér vel fyrir letikvöld og rigningardaga svo vertu viss um að taka með þér nokkrar DVD myndir!

Jucy Trailblazer - the compact campervan for up to 4 people

Þegar þú vilt fara að sofa getur þú breytt borðinu og bekkjunum í þægilegt tvíbreitt rúm. Til þess að fá betri svefnfrið er hægt að draga gluggatjöld fyrir alla gluggana. Geymslupláss er undir bekkjunum.

Að elda, kæla og vaska upp í Trailblazer húsbílnum

Eldunaraðstaðan er í skottinu á Trailblazer húsbílnum. Þetta er ekki lúxus eldhús en hér finnur þú allar þær nauðsynjar sem þú þarft á að halda í ferð þinni. Trailblazer eldhúsið er útbúið vaski með tappa og niðurfalli, litlum vatnstanki, klósettvatnstanki, gaseldavél, ísskáp (30-40 L) og geymsluplássi fyrir potta, pönnur o.s.frv.

Jucy Trailblazer - A small kitchenette is revealed behind the rear door

>> Náðu í Trailblazer Campervan Spec Sheet (PDF)

*Ef þú ert hærri en 184 cm væri best fyrir þig að sofa í rúminu á þakinu. Ef þú ert að leita eftir meiri þægindum og plássi mælum við með að þú skoðir aðra húsbíla en Trailblazer. Í öðrum týpum eins og t.d. Cruise America Compact eða Standard húsbíl, er meira pláss fyrir hávaxið fólk, þar geta 3-5 sofið og þú getur meira að segja staðið upprétt(ur) í bílnum.

Leigustaðir

Hægt er að leigja Trailblazer húsbílinn í vesturhluta USA. Þú getur sótt bílinn og skilað honum í:

 • San Francisco, Kaliforníu (á Oakland flugvellinum)
 • Los Angeles, Kaliforníu
 • Las Vegas, Nevada
 • Vancouver, British Columbia - Kanada (einungis skilað bílnum)

Hvað kostar að leigja Trailblazer húsbílinn?

Verðið fer eftir árstíð og eftirspurn. Þú færð lægsta verðið ef þú leigir bílinn með góðum fyrirvara þegar framboðið er mikið. Þar að auki er ódýrara að leigja bílinn á "low season". Ef þú leigir bílinn með stuttum fyrirvara muntu greiða meira. Þetta er svipað og með flugmiða! Ef þú vilt fá nákvæmt verð á húsbílaleigu skaltu hafa samband við ferðaráðgjafa KILROY.

Aldurstakmark

 • Bílstjórar verða að hafa gilt ökuskírteini og hafa náð að lágmarki 21. árs aldri til þess að geta leigt húsbílinn (þeir sem eru undir 25 ára greiða ekki aukagjald).

Myndir af Trailblazer húsbílnum

 

Trailblazer campervan yfirlit

 • Hæð bílsins að utan: 2.43 m (Þegar þakið er lokað)
 • Hæð bílsins að innan: 1.2 m
 • Lengd bílsins: 5.2 m
 • Breidd bílsins: 2.25 m
 • Tvíbreitt rúm: 1.84 m x 1.20 m *
 • Rúm á þaki: 1.98 m x 1.20 m (Aðgangur að rúminu er einungis utan bílsins)
 • Loftræsting
 • Power steering
 • Læsing
 • ABS bremsur
 • Loftpúðar
 • Dual battery system (12v)
 • Borð
 • 2 bekkir sem hægt er að breyta í tvíbreitt rúm
 • 2 tvíbreið rúm: Rúmið á þakinu (1.98m x 1.20m)
 • Stofa (1.84m x 1.20m)
 • Geymslupláss undir bekkjunum
 • Vaskur
 • 20L vatnstankur
 • 25L klósettvatnstankur
 • Gaseldavél & 1 gastankur
 • Ljós (12v)
 • Gardínur
 • Slökkvitæki
 • DVD spilari(12v), CD spilari og útvarp

Aukahlutir

Þú getur bókað þessa aukahluti gegn aukagjaldi:

 • EldhúspakkiBorðbúnaður og áhöld, pönnur og ketil, dósaopnari og eldhúsáhöld, viskustykki.
 • Rúmpakki(persónulegt): Rúmföt, sæng og koddi, handklæði.
 • Mileage/kilometer pakkarNokkrir mismunandi valmöguleikar.

Aðrir aukahlutir (greitt á staðnum)

 • GPS
 • Útileiguborð og stólar
 • Auka gaskútar
 • Barnabílstólar
 • Kælibox
 • Sólarknúin sturta
 • Vetrarpakki sem inniheldur 1x sub-zero svefnpoka, 1x pakka af hand warmers og 1x hitabrúsa
 • Rafmagns hitateppi

Fram en ekki tilbaka USA til Kanada

Það er ekki krafa um að leigja bílinn í X langan tíma þegar kemur að því að fara yfir landamæri þar sem bíllinn er sóttur í USA og honum skilað í Kanada. Hinsvegar er svokallað one-way fee, endilega hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar.

Jucy Trailblazer campervan - made for road trips in USA or Canada

Hafa samband