Vodkalestin

Frá ISK 335.000 kr.

Hápunktar

  • Lestarferðir fyrir ungt fólk
  • Ferðast í litlum hópum með fólki frá öllum heiminum með sömu væntingar og þú
  • Honchos - vinur sem þú ert ekki enn búin(n) að kynnast
  • Gisting
  • Þægileg aðstaða í 4 manna lestarklefum
Upplifðu vodkalestina, eina skemmtilegastu lestarferð í heimi. Alvöru lestarævintýri fyrir ungt fólk í gegnum Rússland, Mongolíu, Kína, Kazakstan, Uzbekistan og Indland. Þú ferðast með innfæddum og upplifir borgir, ferð á veitingastaði og ferðast um á sama verði og heimamenn.

Ekki hafa áhyggjur - þetta er ekki vörulest full af vodka, þó vodka sé vissulega um borð. "Vodkatrain" eða Vodkalestin er nafn samstarfsaðila okkar sem skipuleggur lestarferðir um mið-Asíu. Þeir sérhæfa sig í ferðum fyrir fólk á aldrinum 18 til 35 ára. 

Ferðast með lest eins og sannur bakpokaferðalangur

Vodkalestin tekur þessar týpísku hópaferðir (skipulagðar máltíðir, skoðunarferðir og að elta fólk með regnhlífar á lofti) á annað stig og lætur þessar eldri týpísku ferðir líta út fyrir að vera eitthvað sem amma þín ætti frekar að vera gera. Í Vodkalestinni ertu að ferðast með ungu fólki með sama hugarfar og þú og allir eru til í að upplifa ævintýri og lifa lífinu. 

The Honcho's - leiðsögumennirnir

Í þessari ferð er enginn venjulegur leiðsögumaður sem leiðir þig áfram, heldur er innfæddur "Honcho" á hverjum stoppi. Ekki er búið að fyrirfram ákveða hvað skal gera yfir daginn og því getur þú ákveðið það sjálf(ur), eða hangið með "Honcho-inum" og gert það sem hópurinn gerir. Þeir fara svo ekki með þig í einhverja búð sem frændi bróðurs vina þeirra á, heldur í alvörunni á staðina sem eru þess virði að sjá og þú ættir að hafa gaman af. 

Honcho leiðsögumaðurinn þinn er í raun bara vinur í fjarlægri borg sem þú átt eftir að kynnast og er tilbúinn að deila lífu sínu með þér í nokkra daga. Venjulegar ferðaskrifstofur gætu bara kallað þá leiðsögumenn, en þeir eru svo miklu meira en það, þeir eru Honchos. 

Honchos ólust upp í borginni sem þeir leiða þig í gegnum og elska að sýna þér bestu og skemmtilegustu staðina, og ekki aðeins helstu túrista staðina (þó þeir séu líka á dagskrá). Hjartslátt borgarinnar finnur þú í fólkinu og í þessu földu stöðum sem þú ættir erfitt með að finna eða nálgast ef þú værir að ferðast á eigin vegum! Þeir eru kannski ekki viskubrunnar af sögu borgarinnar og innfæddra en þeir geta vissulega sagt þér hvar þú getur nálgast svoleiðis hluti. Þeir geta kynnt fyrir þér samgöngurnar, útskýrt hvar auðveldast er að skipta gjaldeyri, uppáhalds veitingastöðum sínum, börum og kaffihúsum, og þeir geta þýtt allt helsta slúðrið úr borginni ef það er eitthvað sem þú hefur áhuga á að vita. 

Engar takmarkanir

Þú ferðast með lest á milli borganna líkt og aðrir heimamenn - eða erlendir ferðamenn gera en þú hefur alla kostina sem fylgja því að ferðast í litlum hóp (max 15 manns). Það eru engar takmarkanir á ferðinni í formi tímmarka og þú þarft ekki að skoða neitt sem þér finnst ekki spennandi. Þetta er fullkomin samsetning af bakpokaferðalagi og skipulagðri ferð í litlum hóp.

Vodkatrain er öryggisnetið þitt. Þau sjá um að redda gistingu, samgöngu og honchos svo þú hafir nægan tíma til að njóta ferðarinnar og þurfir ekki að hafa áhyggjur af neinu. Þú ákveður hvað þú vilt sjá, hvað þú vilt borða, hvað þú vilt upplifa og - síðast enn ekki síst - þú borgar local verðið eins og allir aðrið heimamenn! Sama hvaða áfangastað þú stoppar á þá verið viss um að dvölin verði vandamála- og áhyggjulaus.

Lest...ekki Orient Express!

Lestarnar á Trans-Siberian/Mongolian Railway, Silk Road og í Indlandi eru upplifun út af fyrir sig! Lestarnar flytja trúarbrögð og menningarheima auk þess að flytja vörur, námsmenn, fjölskyldur, hermenn, munka, viðskiptajöfra og bakpokaferðalanga. Já, mikill hluti af því sem fyrirfinnst á þessari jörð er um í borð í þessum lestum og það er magnað að vera hluti af þessu samfélagi og deila reynslunni með svona mörgum, ólíkum einstaklingum.

Hafðu samt í huga að þetta eru ekki spes lestir fyrir ferðamenn. Lestarnar eru þarna til þess að flytja heimamenn frá A til B; milli landa og yfir fjallgarða. Gistingin í lestunum er einföld; klefi með 2 kojum og gistiplássi fyrir 4. Hópurinn sem þú ferðast með mun annað hvort deila gistiplássi með öðrum ferðamönnum eða með heimamönnum. Ekki vera feimin(n) við að bjóða góðan daginn!

Í klefunum er lesljós, rúmföt, stór gluggi, lítið borð, pláss fyrir bakpoka eða tvo og ef þú ert VIRKILEGA HEPPIN(N) - vasi með plastblómi. Hver vagn er með 2 baðherbergi (engin sturta), sjóðandi vatn og lestarvörð. Hver lest býr yfir sínum persónuleika, en mundu að þetta eru ekki lestar eins og við erum vön frá Evrópu.

Hafa samband