Road trip: Hawaii

Aloha! Langar þig að upplifa allt það besta sem Hawaii hefur upp á að bjóða? Þessi magnaða road trip leið veitir þér tækifæri til að kanna frábæra surfstaði, stórkostlega náttúra, einstaka matarmenningu og sögulegar minjar. Spenntu beltin og leggðu af stað í ævintýralegt road trip um Hawaii.

Lengd: 1 vika

Leiðin er ekki löng - í raun ekki nema 175 km. Oahu er lítil eyja! Ef þig langar að upplifa sem mest í engu stressi þá er ein vika fullkomin lengd.

Road trip hugmynd

Honolulu - Koko Head - Waimanalo Bay - Kailua - Valley of the Temples - Windward Coastline of Oahu - Waimea Bay and Valley - Haleiwa - Plains of Oahu - Honolulu

Honolulu

Ævintýrið hefst í Honolulu, höfuðborg Hawaii. Finnst þér gaman að surfa? Náðu þér í bretti og upplifðu fullkomin surfskilyrði við Waikiki ströndina. Þá mælum við einnig með gönguferð í Ala Moana garðinum og heimsókn í Bishop safnið og Iolani höllina. Og það mikilvægasta - ekki sleppa því að kanna Diamond Head!

Koko Head

Suðaustan Honolulu er Koko Head. Reimaðu á þig gönguskóna og búðu þig undir að ganga upp yfir 1000 tröppur. Af hverju? Jú þar færð þú stórkostlegt útsýni yfir eyjuna og átt eftir að gleyma öllu erfiðinu um leið!

Waimanalo Bay

Ert þú tilbúin/n fyrir ströndina? Kristaltæran sjó og skjannahvítan sand? Waimanolo Bay er ein af fallegustu ströndum heims. Njóttu þess að slaka á í sólinni með kannski einn eða jafnvel tvo kokteila!

Kailua

Að auki við það að hafa fallegar strendur þá er bærinn Kailua þekktur fyrir vinsælan bændamarkað, þar sem þú getur verslað fjölbreyttan varning, sem og fallegar gönguleiðir. Við mælum með Maunawili Falls leiðinni. Mundu eftir því að taka með þér góða gönguskó!

Valley of the Temples

Staðsett í grænum dal við rætur Ko'olau fjallanna. Landslagið hér er algjörlega magnað og plöntulífið fjölbreytt. Kannaðu þennan einstaka minningarreit sem hefur að geyma eftirmynd af japanska Byodo-In hofinu. 

Windward coast hiking trails

Meðfram Windward ströndinni finnur þú margar mismunandi gönguleiðir og alls ekki gleyma því að stoppa við Nuuano Pali Lookout - ólýsanlega fallegt útsýni. Að auki eru Nakoa Trail leiðin í Kahana Valley garðinum og the Makua Rigde leiðin algjörlega þess virði að skoða.

Waimea Bay and Valley

Á norðurströnd Oahu mælum við með því að þú takir þér smá pásu. Hér finnur þú einn vinsælasta surfstaðinn á Hawaii og ef þig langar að kanna litríka neðansjávarveröld þá ættir þú klárlega að skella þér í snorklferð við Shark's Cove. 

Haleiwa

Á Haleiwa er einnig skylda að surfa. Nálægt Ehuki ströndinni finnur þú lengsta surfstað heims. Þá getur þú einnig farið á „paddle board” undir hina frægu Haleiwa brú og notið sólarlagsins í Alii Beach garðinum.

Plains of Oahu

Hjarta Ohau! Hér finnur þú fjölda mismunandi afþreyingamöguleika. Kynntu þér ræktunina á hinum fræga Dole akri, heimsæktu verslunarmiðstöðvarnar eða upplifðu menninguna í litlu þorpunum. Mundu svo eftir því á leið þinni til Honolulu að stoppa við í Pearl Harbor!

Honolulu

Eftir eina viku á veginum þá átt þú klárlega skilið að slaka á og fá þér einn jafnvel tvo Blue Hawaiian kokteila. 

Heildarlengd: 175 km

Að leigja bíl ef maður er yngri en 25 ára

Að leigja bíl ef maður er yngri en 25 ára
Venjulega þarft þú að vera orðin(n) 25 ára til að leigja bíl í Bandríkjunum. Við erum hins vegar með sérstakt samkomulag við birgja sem gerir þér kleift að leigja bíl án þess að greiða auka „young drivers" gjald.
Senda fyrirspurn Finna bíl

 

Kort: Road trip leiðin þín um Hawaii

Hafa samband