Road Trip: Kalifornía

Magnað road trip
Hér færðu tækifæri til að sjá allt það besta sem Kalifornía hefur upp á að bjóða. Langar strendur, mögnuð skíðasvæði, frægar stórborgir, bestu skemmtigarðana og heimsfræg náttúruundur.

Road trip er frábær leið til þess að ferðast. Þú hefur fullkomið frelsi, ræður algjörlega hraða ferðalagsins og það mikilvægasta - þú stjórnar tónlistinni!

Road trip hugmynd

Los Angeles - San Francisco - Lake Tahoe - Yosemite National Park - Sequoia - Death Valley - San Diego - Los Angeles

Lengd: 3 - 4 vikur!

Los Angeles

Þér á ekki eftir að leiðast í borg englanna. Hér getur þú fylgst með hinum ríku og frægu versla á Rodeo Drive, upplifað fjölbreytt mannlíf á Venice Beach og tekið mynd af „stjörnu‟ á the Walk of Fame. Ekki gleyma því að heimsækja skemmtigarðana - Universal Studios, Disney garðinn og Six Flags. Almenningssamgöngur eru ekki góðar í borginni svo byrjaðu á því að sækja bílaleigubílinn þegar þú lendir.

Þjóðvegur 1 

Hér hefur þú 800 km veg meðfram ströndinni og nóg af frábærum viðkomustöðum og borgum. Stoppaðu við í Santa Barbara, Big Sur og Santa Cruz. Það gerist ekki mikið betra en þetta - og mundu eftir að vera með road trip tónlistana tilbúna!

San Francisco 

Brattar brekkur, grænir garðar og frábært menningarlíf. Það er aldrei skortur á partýum í „Frisco‟ sérstaklega ekki SoMa hverfinu. Njóttu þess að heimsækja töff kaffihús og bari. Og ekki gleyma því að bóka ferð til Alcatraz og fara í göngu um Golden Gate brúnna. 

Lake Tahoe

Ef þú ert að ferðast yfir vetur þá verður þú að upplifa hinar frábæru skíðabrekkur við Lake Tahoe. Já þú heyrðir rétt - þú getur keyrt frá ströndinni yfir í vetrarveröld á nokkrum klukkustundum. Á sumrin er svæðið einnig algjör útivistarparadís þar sem þú getur upplifað magnaða náttúru og ýmsa afþreyingarmöguleika.

Yosemite

Kannaðu stórkostlegt landslag, litríkar bergmyndanir. stórbrotnar gönguleiðir og magnaða fossa í einum vinsælasta þjóðgarði Bandaríkjanna. Það verða allir að taka sér smá pásu frá borgarlífinu. 

Sequoia

Kannaðu Risaskóginn eða the Giant Forest í Seguoia þjóðgarðinum. Þar átt þú eftir að sjá tré sem eru á stærð við skýjakljúfa. Það er einstök upplifun að standa við hliðá þessum risatrjám - ekki gleyma því að taka myndir!

Death Valley

Upplifðu hitann á heitasta svæði Bandaríkjanna. Heimsókn í Dauðadalinn er einstök upplifun sem er erfitt að lýsa. Þú átt eftir að skilja hvers vegna Devil´s Golf Course fékk það staðarheiti og heimsæktu slétturnar Badwater Basin. 

San Diego

Borgin er mjög nálægt landamærum Mexíkó og átt þú eftir að finna áhrifin. Farðu í göngu um gamla bæinn og upplifðu frábæra mexíkóska tónlist og mat. Og ef þig langar að kíkja yfir til Mexíkó þá tekur það ekki nema nokkrar klukkustundir að keyra til Tijuana en búðu þig samt undir einhverja bið á landamærunum.

Los Angeles

Var eitthvað sem þú náðir ekki að skoða? Áttu eftir að versla? Hér færðu tækifærið! Einnig er snilld að enda ferðina í surfskóla!

 

 

Er hægt að leigja bíl ef maður er yngri en 25 ára?

Er hægt að leigja bíl ef maður er yngri en 25 ára?
Venjulega er aðeins hægt að leigja bíl í Bandríkjunum ef maður er 25 ára eða eldri. Hins vegar hefur KILROY sérstakt samkomulag við birgja sem gerir það að verkum að lágmarksaldur til að leigja bíl er 21 árs.
Hafa samband við ferðaráðgjafa

 

Dreymir þig um að fara í road trip um Kaliforníu?
Hafðu samband!
Hafa samband