Road trip: Slóð kúrekans

Nokkrir af fallegustu þjóðgörðum Bandaríkjanna, verndarsvæði frumbyggja ameríku og litlir kúreka-bæir. Þessi road trip leið tekur þig í gegnum Wyoming, South Dakota, Nebraska og Colorado þar sem þú færð tækifæri til að upplifa alvöru kúrekastemningu og kynnast sögu og menningu frumbyggja Ameríku.

Lengd: 2-3 vikur

Ef þú ert náttúru og útivistar týpan þá er þetta fullkomin road trip leið fyrir þig. Finndu kúrekahattinn, leigðu draumabílinn og skelltu þér af stað!

Road trip hugmynd

Denver - Cheyenne, Wind Cave National Park - Mount Rushmore/Crazy Horse Memorial - Devils Tower - Cody - Yellowstone National Park - Grand Teton National Park - Wind River Indian Reservation - Fort Collins - Denver

Denver, Colorado

Byrjaðu drauma road trip ferðina þína í Denver, höfuðborg Colorado. Borgin er staðsett austan við hinn fræga Rocky Mountains fjallgarð. Denver er þekkt sem „the mile high city” þar sem hún er nákvæmlega eina mílu fyrir ofan sjávarmál. Njóttu útsýnisins! 

Cheyenne, Wyoming

Fyrsta stoppið er Wyoming - upplifðu villta vestrið með kántrí tónlist, hestaferð og heimsókn á vísundabúgarð. Fylgstu með því hvort þú sjáir ekki örugglega risa stóra kúrekastígvélið á ferð þinni um götur Cheyenne.

Wind Cave National Park, South Dakota 

Á bakvið grösuga sléttu og skógi vaxna hlíð finnur þú ótrúlegan helli, The Wind Cave, sem var fyrsti hellirinn í heiminum til að verða friðlýstur sem þjóðgarður árið 1907. Hann er þekktastur fyrir lögun sína og bergmyndun - eitthvað sem þú verður að sjá með eigin augum.

Mount Rushmore and Crazy Horse Memorial, South Dakota

Einn af frægustu stöðum Bandaríkjanna - Mount Rushmore! Kannaðu hinar frægu höggmyndir af fyrrverandi forsetum Bandaríkjanna þeim Washington, Jefferson, Roosevelt og Lincoln. Og ekki gleyma því að kanna „the Crazy Horse Memorial” - risa minnismerki sem hefur verið í gerð síðan 1948.

Devils Tower, Wyoming

Devils Tower er klárlega einnar sinnar tegundar og eitthvað sem þú verður að sjá. Þar finnur þú einnig magnaðar gönguleiðir, einstakt dýralíf og skipulagðar ferðir með leiðsögumanni um svæðið. Ef þú hefur áhuga á klifri þá er einnig hægt að klifra upp the Devils Tower.

Cody, Wyoming

Þessi litli kúreka-bær var stofnaður árið 1896 af hinum fræga vísunda veiðimanni Colonel „Buffalo Bill” Cody. Í miðbænum finnur þú skemmtilega veitingastaði, listagallerí og verslanir. Að auki býður svæðið í kring upp á marga afþreyingamöguleika eins og klettaklifur, fjallahjólreiðar, kajakferðir, fluguveiðar, hestaferðir og rafting.

Yellowstone National Park, Wyoming

Fyrsti þjóðgarður heims! Kannaðu þetta magnaða háhitasvæði - náttúran þarna er einstök. Fjöll, skógar, ár og frábært dýralíf - ef heppnin er með þér þá gæti verið að þú sjáir björn, úlf eða vísund í sínu náttúrulega umhverfi. 

Grand Teton National Park, Wyoming

Ferskt loft og lykt af furu verður líklega þín fyrsta upplifun er þú keyrir inn í þennan fallega þjóðgarð. Hér getur þú kannað yfir 200 mílur af gönguleiðum, siglt niður 1735 km langa á (Snake River) eða einfaldlega notið þess að slaka á úti í magnaðri náttúru.

Wind River Indian Reservation, Wyoming

Upplifðu magnað landslag (stórkostlegar sléttur og glæsilega fjallgarða) á þessu gríðarstóra verndarsvæði og heimili the Eastern Shoshone og Northern Arapaho indíána ættbálkanna.

Fort Collins, Colorado

Nú er road trip ferðin næstum á enda en á leið þinni til Denver verður þú að heimsækja Fort Collins. Þessi gamli bær hefur að geyma litlar og skemmtilegar bókabúðir, listagallerí, söfn og veitingastaði ásamt því að þar eru nokkur af stærstu brugghúsum Colorado - hvernig væri að skella sér í bjórsmökkun?

Heildarlengd: 2500 km 

Að leigja bíl ef maður er yngri en 25 ára

Að leigja bíl ef maður er yngri en 25 ára
Venjulega þarft þú að vera orðin(n) 25 ára til að leigja bíl í Bandríkjunum. Við erum hins vegar með sérstakt samkomulag við birgja sem gerir þér kleift að leigja bíl án þess að greiða auka „young drivers" gjald.
Hafa samband Finna bíl

 

Kort: Road trip leiðin þín - Slóð Kúrekans 

 

Hafa samband