Road trip: Suðurríkin

Einstök tónlist, bragðgóður „soul” matur, mikil saga, kúrekar og Elvis! Suðurríkin eru ólík öllum öðrum áfangstöðum sem þú hefur heimsótt og eru einn undarlegasti en á sama tíma skemmtilegasti hluti Bandaríkjanna. Dreymir þig um að hitta alvöru kúreka? Þú átt líklega eftir að hitta einn í road trip ferðinni þinni í gegnum Georgia, Alabama, Louisiana og Tennessee.

Lengd: 3 - 4 vikur!

Ef þú ert mikil áhugamanneskja um tónlist og/eða sögu þá verður þú ekki fyrir vonbrigðum í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Suðurríkin eru heimili Elvis Presley, Hank Williams, Robert Johnson, Dolly Parton og Otis Redding. Að auki á það eftir að verða erfitt fyrir þig að ferðast í gegnum þessi fylki án þess að sjá leifar frá bæði „the civil war ” og „the civil right movement ”. 

Road trip hugmynd

Atlanta - Montgomery - Mobile - New Orleans - Jackson - Memphis - Nashville - Great Smoky Mountains - Atlanta

Atlanta, Georgia

Þú bæði sækir og skilar bílnum í hinni líflegu borg, Atlanda í Georgíu, þar sem vinsælasta götunafnið er Peachtree - já þú finnur þar 71 götu með því nafni. Að auki er borgin heimili hinn heimsfrægu fréttarstöðvar CNN og Coca Cola.

Montgomery, Alabama

Velkomin til „sweet home Alabama”! Montgomery er borg sem hefur að geyma mikla sögu. Hún spilaði stórt hlutverk í „the civil rights movement” en þar áttu sér stað atburðir eins og handtaka Rósu Park, sniðgangan á almenningssamgöngum og mörg önnur friðsæl mótmæli skipulögð af Dr. Martin Luther King.

Mobile, Alabama

Fæðingarstaður Mardi Gras - hófst árið 1703! Það eru fáar amerískar borgir sem hafa eins ríka sögu og Mobile. Hún á eftir að heilla þig með einsökum söfnum, nútímalegum byggingarstíl og bragðgóðum sjávarréttum.

New Orleans, Louisiana

Í New Orleans snýst allt um blús, jazz, voodoo og Mardi gras! Skelltu þér á pöbbarölt í franska hlutanum, á djammið á Bourbon Street og njóttu allrar fjölbreyttu matargerðarinnar sem borgin hefur upp á að bjóða.

Jackson, Mississippi

Þú manst kannski eftir borginni úr myndinni "The Help" eða vegna tónlistarinnar sem þaðan kemur - allt frá þungarokki til Indie til Blue Grass. Hvort sem er þá mátt þú ekki gleyma því að setjast niður á einn lókal dinerinn, fylgjast með mannlífinu og smakka ferskju böku.

Memphis, Tennessee

Elvis Presley og Graceland - þurfum við að segja meira? Jú, Memphis er einnig þekkt sem grill borg Bandaríkjanna þar sem þú færð bestu svínarifin sem þú hefur á ævinni smakkað. „Soul” matur og rokk - það er mögnuð blanda!

Nashville, Tennessee

Í Nashville getur þú hlustað á lifandi tónlist 24/7. Horfðu á honky-tonk bönd spila á Tootsie’s Orchid Lounge, lagahöfunda stíga sín fyrstu skref á Bluebird Cafe og/eða fræga kántrí tónlistarmenn spila á the Grand Ole Opry. Það er aldrei að vita nema einhver heimsfrægur aðili stígi á svið!

Great Smoky Mountains National Park

Við geymum það besta það til síðast! The Smoky Mountain þjóðgarðurinn er þekktur fyrir fjölbreytt plöntu og dýralíf, mögnuð fjöll og ótrúlega vel varðveittar leifar af Southern Appalachian mountain menningunni. Kynntu þér bæði náttúru- og menningarsögu þessa fornu fjalla.

Heildarlengd: 2600 km 

Að leigja bíl ef maður er yngri en 25 ára

Að leigja bíl ef maður er yngri en 25 ára
Venjulega þarft þú að vera orðin(n) 25 ára til að leigja bíl í Bandríkjunum. Við erum hins vegar með sérstakt samkomulag við birgja sem gerir þér kleift að leigja bíl án þess að greiða auka „young drivers" gjald.
Senda fyrirspurn Finna bíl

 

Kort: Road trip leiðin þín um suðurríkin

 

Hafa samband