Road trip um Nýja-Sjáland

Road trip um Nýja-Sjáland
Búðu þig undir að gapa af undrun vegna fegurðar Nýja-Sjálands! Þetta er fullkomið road trip land: mögnuð náttúra, frábær tjaldstæði og endalaust úrval afþreyingar sem kemur adrenalíninu til að flæða. Láttu drauminn rætast og ferðastu um Nýja-Sjáland!
Lengd: 1 til 3 vikur

Road trip um Nýja-Sjáland

Það er svo mikið af fallegum stöðum í Nýja-Sjálandi að erfitt er að nefna einhverja hápunkta. Við getum þó lofað því að þér á ekki eftir að leiðast. Hægt er að ferðast um landið með bíl, húsbíl eða rútu. Þetta eru allt skemmtilegir valkostir, en bjóða upp á ólíkar upplifanir. Ef þú ert ekki viss um hvaða ferðamáti hentar þér best skaltu spjalla við ferðaráðgjafana okkar.

Road trip hugmyndir - fetað í fótspor hobbita

Ef þú ert að hugsa um að fara í road trip um Nýja-Sjáland er sniðugt að skoða hugmyndir að mögulegum leiðum og skemmtilegum áfangastöðum áður en lagt er af stað. Hér að neðan getur þú skoðað þrjár hugmyndir að road tripi um Nýja Sjáland sem taka þig á marga fallegustu staði landsins. Þú munt eflaust kannast við marga af stöðunum úr Lord of the Rings kvikmyndunum - hefur þig ekki alltaf langað að vera stödd/staddur inni í alvöru ævintýri?

Ferð Hobbitans

Ferð Hobbitans
1 vika
Ef þú ferð í road trip frá norðri til suðurs í Nýja-Sjálandi átt þú eftir að upplifa eitt fallegast landslag sem finnst á þessari jörð. Sjáðu jökla, vötn, strendur, pálmatré og villt dýr.
Hafa samband Lesa meira um ferðalagið

Umhverfi álfa

Umhverfi álfa
2 vikur
Álfar kunna að meta fallega og heillandi staði og þessi 10 - 14 daga ferð mun afhjúpa mest töfrandi staði Nýja-Sjálands. Upplifðu hápunkta Miðgarðs og stórbrotna tökustaði norður- og suðureyjar Nýja-Sjálands.
Hafa samband Lesa meira um ferðalagið

Ferðalag galdrakarlsins

Ferðalag galdrakarlsins
Minnst 3 vikur
Ferðast er um forna jökla, fjöll, og ævintýralega kvimyndastaði Lord of the Rings. Upplifðu þetta fallega land og njóttu þess að kynnast heimamönnum sem eru þekktir fyrir að vera hjálpsamir og vinalegir.
Hafa samband Lesa meira um ferðalagið

 

Hobbiton, Nýja Sjálandi - Road trip um Nýja Sjáland

Road trip um Nýja-Sjáland - Skoðaðu Hobbiton og fleiri tökustaði Lord of the Rings

Leigja húsbíl í Nýja-Sjálandi

Frá 78.300,-
Leigja húsbíl í Nýja-Sjálandi
Hefur þú áhuga að ferða um Nýja-Sjáland í húsbíl? Hafðu samband við ferðaráðgjafa okkar og fáðu upplýsingar um verð og mismunandi bíla.
Hafa samband við ferðaráðgjafa

Rútupassi í Nýja Sjálandi

Frá 49.350,-
Rútupassi í Nýja Sjálandi
Að ferðast með rútupassa um Nýja-Sjáland er mögulega ein skemmtilegast og ódýrasta leiðin til að upplifa allt það sem landið hefur upp á að bjóða.
Skoða alla rútupassa í Nýja Sjálandi Hafa samband við ferðaráðgjafa

Hafa samband