Road trip um Nýja-Sjáland - Ferð Hobbitans um Norðurey - Ein vika

Slóðir hobbitans í Nýja-Sjálandi
Fetaðu í fótspor Hobbitans og ferðastu um Norður-eyju Nýja-Sjálands. Landslagið hér er eitt það fallegasta sem fyrirfinnst á þessari jörð; jöklar, vötn, strendur, pálmatré og villt dýr. Ef þú ert adrenalínfíkill er Nýja Sjáland paradís fyrir þig! SVo getur þú upplifað marga af flottustu stöðunum úr Lord of the Rings myndunum með því að heimsækja Mordor og önnur kennileiti Miðgarðs.

Byrjar í : Auckland
Endar í: Wellington
Lengd: Að lágmarki 1 vika
Mögulegir ferðamátar: Bíll, húsbíll, eða rúta. 

Auckland; 1-3 dagar

Lifandi hafnarborg, fallegar strendur og eyjar. Auckland er þekkt sem "City of Sails". Frá Auckland getur þú farið í ferðir til:

  • Waiheke Island: Njóttu þess að borða góðan mat og drekka vín í sólinni í þessari paradís sem er í aðeins 30 mín. bátsferð frá Auckland. Waiheke Islands er þekkt fyrir sína verðlauna vínakra og hvítar strendur. 
  • Vesturstrandarinnar: Á ferð þinni um regnskóga vestur-Auckland finnur þú fallegar strandlengju. Kannaðu skóga og svartar strendur þessa svæðis sem er þekkt fyrir einstaka fegurð. Þetta er drauma áfangastaður þeirra sem elska að taka ljósmyndir. 

Kvikmyndasettið Hobbiton; 1/2 dagur

Langar þig að gerast Hobbiti í smá stund? Farðu í ferð um Hobbiton! Hér finnur þú alvöru hobbitaholur, nógu stórar fyrir manneskjur. Njóttu þess að labba um svæðið og finnast þú vera dottin(n) inn í alvöru ævintýri. Svo er um að gera að stoppa og fá sér öl á Green Dragon barnum eða fá sér léttan hádeigismat á Shire's Rest Café.

Tökustaðir í nágrenninu: Shire og Hobbiton.  

Waitomo Caves; ½-1 dagur

Neðanjarðarhellar og "glow worms". Hellarnir eru í einnar klukkustundar fjarlægð frá Hobbiton. Þeir eru heillandi völundarhús af neðanjarðarhellum og ám. Farðu annað hvort í gönguferð eða bátsferð, prófaðu "black water rafting" eða "zip linening" í gegnum myrkrið. 

Tökustaðir í nágrenninu: Trollshaw Forest, Troll Hoarde Cave

Rotorua; 1-2 dagar

Drullupollar, hverir og ævintýri. Roturua er eitt líflegasta jarðhitasvæði heims. Fyrir okkur Íslendinga er það kannski ekki það mest spenanndi í heimi (nema að þú sért hardcore jarðfræðingur) en svæðið hefur fleira spennandi upp á að bjóða. Hér er nóg af adrenalín-ævintýrum: Teygjustökk, fallhlífarstökk, vatnaævintýri, völundarhús og margt fleira. Einnig er þess virði að heimsækja Te Puia til að upplifa Maori menninguna og læra um sögu þeirra.   

The Coromandel; 1-3 dagar

Þetta er sannkölluð strandarparadís! Hér finnur þú regnskóga með hvítum ströndum og hellum. The Coromander er mjög afslappað svæði. Farðu í kajak ferð eða slakaðu á í volga vatninu. Ef þú hefur áhuga á að kanna hluti upp á þínar eigin spýtur þá er þess virði að skoða kleinuhringja eyjuna (donut island). Hér finnur þú leynd en falleg svæði. 

Ruapehu; 1-3 dagar

Ganga, skíði og hestaferð. Upplifðu einangruð, fjölbreytt og falleg svæði á norðureyjunni. Farðu í gönguferð um Tongariro Crossing, en það er þekkt sem ein besta gönguleið heims. Þú getur einnig farið í hestaferð um skóga Nýja-Sjálands eða skellt þér á skíði í Mount Ruapehu.   

Wellington; 2-3 dagar

Kvimyndagerð og heimsklassa matur. Borgin er staðsett á syðsta punkti norðureynnar. Wellington er heimili Weta Workshop & Weta Cave. En það er fyrirtækið sem bjó til Lord of the Rings myndirnar. Hér getur þú upplifað kvikmyndagerð beint í æð. Borgin er einnig þekkt fyrir frábæran mat og góð vín. 

Tökustaðir í nágrenninu: Nazgul, Rivendell, Isengard Gardens .   

Viltu skipuleggja þitt eigið Hobbita ferðalag?

Hafðu samband við ferðaráðgjafa KILROY

 

Sjáðu hvað bíður þín í Nýja Sjálandi:

Hafa samband