Road trip um Nýja-Sjáland - Umhverfi álfa - Tvær vikur

Roadtrip um Nýja Sjáland: Umhverfi álfanna
Álfar kunna að meta fallega og heillandi staði og þessi 10 - 14 daga ferð mun afhjúpa mest töfrandi staði Nýja Sjálands. Upplifðu hápunkta Miðgarðs og stórbrotna tökustaði norður- og suðureyjar Nýja Sjálands.

Byrjar í: Auckland
Endar í: Queenstown
Lengd: að lágmarki 2 vikur
Mögulegir ferðamátar: bíll, húsbíll, rúta

Auckland; 2-3 dagar

Aucland er lífleg hafnarborg sem er þekkt fyrir fallegt landslag og aflappaðan lífstíl.

Rangitoto; ½ dagur

Rólega eyjan Rangitoto liggur í miðri höfn Auckland. Hægt er að taka ferju þangað, klifra upp á topp eyjarinnar og njóta 360° útsýnis af borginni og nærliggjandi eyjum.
Viaduct er líflega hafnarhverfi borgarinnar og þar finnurðu sælkera veitingastaði og fjörugt næturlíf. Það er dásamlegt að sitja við höfnina, borða góðan mat, drekka ljúffengt vín og njóta lifandi andrúmsloftins.

Hobbiton; ½ dagur

Hobbiton er nákvæmlega eins og það birtist í Lord of The Rings og The Hobbit þríleikjunum. Þú getur séð Party Tree og Bag End í skipulagðri ferð með leiðsögn, og síðan svalað þorstanum með krús af öli á kránni Green Dragon Inn.

Tökustaðir í nágrenni: The Shire, Hobbiton

Wellington; 2-3 dagar

Wellington er kvikmyndaframleiðslu-miðstöð Nýja Sjálands, en þar eru Weta Workshop & Weta Cave. Öll eftirvinnsla The Hobbit þríleiksins fór fram hér, og borgin býr einnig yfir mjög líflegu menningar- og leikhúslífi. Skoðaðu tökustaðina í nágrenni borgarinnar og njóttu frábærs útsýnis yfir borgina með því að taka kláf upp í Kelburn útsýnisstaðinn.

Tökustaðir í nágrenni: Nazgul, Rivendell, Isengard Gardens

Nelson; 2-3 dagar

Nelson er staðsett á nyrsta punkti Suðureynnar og er sólríkasti staður Nýja Sjálands. Þekkt fyrir stórbrotnar strendur, fallega þjóðgarða og skemmtilega skrýtna bæi. Hér er auðvelt að gleyma sér í nokkra daga. Leigðu kajak í Abel Tasman eða farðu í göngu um töfrandi landslag Kahurangi.

Tökustaðir í nágrenni: Chetwood Forest, Dimrill Dale, suður af Rivendell

Jöklar Vesturstrandarinnar; 1-3 dagar

Jöklar eru eflaust ekki það sem íslendingar eru spenntastir að sjá þegar þeir ferðast út fyrir landið, en The Fox og Franz Josef jökullinn eru án efa mjög tilkomumiklir og þess virði að sjá ef þú ert á svæðinu.

Tökustaðir í nágrenni: Lighting of the beacons

Glenorchy; 2-5 dagar

Glenorchy er staðsettur á norðurströnd Lake Wakatipu, u.þ.b. 45 mínútna fjarglægð frá Queenstown. Sannkölluð paradís fyrir útivistarfólk þar sem nokkrar fallegustu gönguleiðir landsins eru í næsta nágrenni bæjarins. Við mælum með 3-4 daga Routeburn Track þar sem gengið er hjá ótrúlega fallegum vötnum, eða 4-5 daga Rees and Dart Track. Fjallgarðarnir sem umlykja svæðið og gömlu skógarnir gera göngur og hestaferðir um svæðið sannarlega töfrandi reynslu.

Tökustaðir í nágrenni: Isengard, Lothlorien, Fangorn Forest

Queenstown; 2-3 dagar

Queenstown er umkringd fallegum fjöllum og kristaltærum vötnum. Það er mjög skiljanlegt að borgin er einn af vinsælustu áfangastöðum Nýja Sjálands. Hér er auðvelt að fá útrás fyrir adrenalín-þörfina, m.a. á frábærum skíðasvæðum, dekra sig með góðum mat og víni og þetta er einn besti staðurinn til að sjá stórkostlega tökustaði. 

Tökustaðir í nágrenni: The Ford of Brunein, The Gladden Fields, Sindarin Pillars of the Kings, Isengard, Lothlorien

Langar þig að skipuleggja road trip um álfaslóðir?

Hafa samband við ferðaráðgjafa KILROY

 

Sjáðu hvaða ævintýri bíða þín í Nýja Sjálandi: 

 

Hafa samband