Ástralía - Greyhound rútupassar

Greyhound rútupassar
Frá ISK 16.000,-

Hápunktar

  • Gildir í 12 mánuði
  • Hoppa-á/Hoppa-úr
  • Mjög mikill sveigjanleika
  • Margar mismunandi ferðir
  • Ónotaðir kílómetrar er hægt að nýta í allskonar afþreyingu

Inniheldur

  • 5% afsláttur ef þú bókar með KILROY
  • 15% extra kílómetrar ef þú bókar með KILROY
Greyhound rútupassinn er fullkominn fyrir þá sem eru á bakpokaferðalagi um Ástralíu. Með þessum rútupassa getur þú hoppað-á og hoppað-úr rútunni á lang flestum stöðum Ástralíu.
Lönd: Ástralía

Greyhound rútupassinn stoppar í næstum öllum litlum bæjum (krúttleg bæjarnöfn eins og "Woolgoolga og "Coolangatta") í Ástralíu en einnig í öllum stærstu borgunum. Daglega eru brottfarir og á milli stærri borga og bæja getur þú ferðast oft á dag. Nætuferðir eru ekki jafn tíðar, en þegar það er til boða þá gæti það sparað þér nótt á hosteli. 

Gildir í 12 mánuði

Greyhound kílómetra passinn gildir í 12 mánuði (frá þinni fyrstu ferð). Með kílómetrapassinn getur þú keypt frá 500 km til 20.000 km. Það gæti verið erfitt að áætla hversu marga kílómetra þú þarft, en þú getur fengið hjálp frá ferðasérfræðingum KILROY. Margir af ferðasérfræðingum okkar hafa ferðast víða og margir einmitt með rútu um Ástralíu og/eða Nýja-Sjáland og hafa fullt af góðum ráðum til þess að gefa þeim sem hafa áhuga. Ef þú myndir svo kaupa rútupassa með of mörgum kílómetrum getur þú skipt á auka metrunum fyrir allskonar afþreyingu eins og fallhlífarstökk, siglingarferð, surf kennslu og margt fleira! Þú getur einnig skipt kílómetrunum út fyrir gistingu á stærri hostelum Ástralíu (eins og t.d YHA, Nomads, Base hostelin). Og að lokum getur þú skipt kílómetrunum út fyrir bílaleigu bíl sem gæti verið mjög hentugt ef þú ákveður að ferðast soldið á þínum eigin vegum. 

Hvernig þetta virkar

Þegar þú kaupir Greyhound kílómetrapassa þarft þú að velja fyrirfram ákveðna kílómetrafjölda, eins og t.d 2000 km eða 4000 km. Í hvert sinn sem þú pantar (á netinu eða í gegnum síma) sæti í sérstaka Greyhound rútu þá eru kílómetranir dregnir sjálfkrafa frá fjöldanum sem þú valdir. Þú getur svo alltaf farið inn á þinn eigin reikning og séð hversu marga kílómetra þú átt eftir. 

Afsláttur og extra kílómetrar þegar þú bókar í gegnum KILROY

Ef þú bókar Greyhound rútupassann í Ástralíu með KILROY þá færð þú 5% afslátt! Ofan á það færðu frábæran ávinning sem gefur þér 15% fleiri kílómetra ofan á þá kílómetra sem þú keyptir. Dæmi: Ef þú kaupir rútupassa með 10.000 km, þá færð þú 11.500 km! í heildina eru 22 mismunandi Greyhound rútupassar. Nú er það bara þitt að ákveða hversu marga kílómetra þú þarft! Ef þú ert ekki viss endilega vertu í bandi við ferðasérfræðinga okkar. 

Book your Greyhound Australia bus pass through KILROY and you get 5% discount! Moreover, you also get a fantastic benefit which will give you 15% extra kilometers on top of your total predetermined kilometers. Example: If you buy a bus pass with 10,000 km, then you will receive 11,500 km! In total there are 22 different Greyhound bus passes. Now it's up to you to decide the number of kilometers! If in doubt, please ask one of our travel experts.

Kílómetra rútupassinn Heildar fjöldi kílómetra Verð* KILROY verð*
3.000 3.450 EUR 410,- EUR 389,-
4.000 4.600 EUR 525,- EUR 498,-
5.000 5.750 EUR 610,- EUR 579,-
8.000 9.200 EUR 880,- EUR 836,-
10.000 11.500 EUR 1052,- EUR999,-

* Verð gæti breyst vegna gengi Ástralska dollarans.

 

Ráð: Flestir bakpokaferðalangar í Ástralíu ferðast meðfram austur ströndinni frá Melbourne eða Sydney til Cairns í norður hluta Queensland. Þessi rútuferð inniheldur um það bil 3000 kílómetra og persónulega mælum við með því að kaupa 4000 km Greyhound rútupassann. Því með þessum auka kílómetrum getur þú ferðast fram og til baka til sérstaka borga eða áhugaverðastaða. 

Greyhound KM buspas Australië

Klikkaðu hér til þess að sjá stærri mynd af þessari kílómetratöflu.

Hafa samband