Ástralía - Loka rútupassar

Frá ISK 15.840 kr.

Hápunktar

  • Gildir í 12 mánuði
  • Hop on/Hop off
  • Leiðsögumaður með í för

Inniheldur

  • Ýmsar spennandi afþreyingar
Loka hop-on/hop-off rútu- og lestarpassi er einstaklega hentugur fyrir þá sem ætla að ferðast um austurströnd Ástralíu og vilja hafa leiðsögumann með í för en á sama tíma geta haft frelsið til að stjórna hraða ferðalagsins.
Lönd: Ástralía

Með Loka rútu-/lestarpassa ferðast þú með rútu frá Sydney til Noosa/Rainbow Beach og svo þaðan með lest til Cairns. Stoppað er á frábærum áfangastöðum þar sem þú ræður hvort þú verður eftir og hittir næsta hóp eða heldur áfram.

Bílstjórinn er þá einnig leiðsögumaður sem veitir þér ekki aðeins allar þær helstu upplýsingar heldur tekur þátt hvort sem það er að finna skjaldböku í Emu Park eða taka þátt í danskeppni í Airlie.

Við val á rútupassa er gott að byrja á því að ákveða þá staði sem þig langar að  hefja og enda ferðalagið. Við munum svo aðstoða þig við að finna þann rútupassa sem hentar best.

Allir Loka rútupassar

Frá 15.840 ISK
Allir Loka rútupassar
Langar þig að ferðast um austurströnd Ástralíu? Kannaðu mismunandi tegundir á rútupössum hér.
Skoða úrvalið!

 

Loka rútupassar - austurströnd Ástralíu 

Hvað er innifalið?

Klárlega það mikilvægasta! Í Loka rútu-/lestarpassanum er ýmsar skemmtilegar afþreyingar innifaldar eins og vínsmökkun, gönguferðir og snorklferðir. Og það besta er að þær eru skipulagðar þannig að þú ættir alltaf að hafa tíma til að taka þátt í þeim á ferðalaginu án þess að þurfa að breyta ferðaplaninu.

Hversu lengi gildir rútu/lestarpassinn?

Rútu-/lestarpassinn gildir í 12 mánuði og getur þú komið og farið eins oft og þú vilt á leiðinni - svo lengi sem þú ert að ferðast í sömu átt. Þú færð aðgang að Loka appinu þar sem þú getur bókað sæti í næstu rútu og nælt þér í ýmsar frábærar upplýsingar og tilboð á gistingu og afþreyingu

Leiðsögn frá heimamanni

Eins og fram hefur komið þá er bílstjórinn einnig leiðsögumaðurinn, athugaðu að hann mun einnig ferðast með hópnum í lestinni.

Hittu svipað þenkjandi ferðalanga

Algengt er að ferðalangar með Loka rútupassa séu ævintýragjarnir einstaklingar sem eru annaðhvort að ferðast einir eða í hóp. Í hverri ferð eru að meðaltali á milli 15 - 20 manns alls staðar að úr heiminum. Upplifðu ævintýralega ferð um austurströnd Ástralíu á sama tíma og þú kynnist öðrum ferðalöngum alls staðar að úr heiminum. 

Af hverju ætti ég að ferðast með Loka?

 

Langar þig að ferðast um austurströnd Ástralíu?
Hafðu samband

Hafa samband