Nýja-Sjáland - Stray rútupassar

Nýja-Sjáland - Stray rútupassinn
Frá ISK 11.445,-

Hápunktar

  • hoppa-á/hoppa-af rútupassi
  • Gildir í 12 mánuði
  • Mjög sveigjanlegur
  • Margar leiðir og gerðir af rútupössum
  • Tryggjum að þú færð gistingu þar sem rútan stoppar
Sveigjanlegur hop-on/hop-off rútupassi frá Stray Travel í Nýja-Sjálandi. Veldu á milli rúmlega 20 rútupassa sem ná yfir alla helstu staði Nýja-Sjálands.

Stray rútupassinn í Nýja-Sjálandi er byggður á mjög einfaldri hugmyndafræði: Þú ferðast með 30 öðrum ungum bakpokaferðalöngum í rútu og getur hoppað-á og hoppað-af rútunni þegar þér hentar. Meðal aldur er um 27 ára. Þú velur þann rútupassa sem hentar best þeirri leið sem þig langar að fara. Á meðan þú er svo að ferðast með rútunni, segir rútubílstjórinn ykkur allskonar skemmtilegar staðreyndir af Nýja-Sjálandi - í raun er hann frekar leiðsögumaður en rútubílstjóri. Ef þú hefur svo ekki náð að redda þér gistingu fyrir nóttina þá getur bílstjórinn/leiðsögumaðurinn leiðbeint þér á hentugan stað. Þeir eru þarna til þess að aðstoða þig. Allt er mjög sveigjanlegt. 

 

Hoppa-á/Hoppa-af hugmyndafræðin

Þú getur hoppað-á og hoppað-af Stray rútunni hvar sem þér hentar og eins oft og þú vilt, á meðan þú lætur Stray starfsmennina vita af öllum breytingunum á leið þinni. Á kortinu hér fyrir neðan þá þýða hvítu hringirnir hvar rútunar stoppa yfir nótt. Hápunktar Nýja-Sjálands og leiðinnar eru svo sýndir með appelsínugulu hringjunum. Stray rútan kemur líka reglulega við í súpermörkuðum, þar sem þú getur keypt allt sem þú þarft. Venjulega eru um það bil 30 bakpokaferðalangar að ferðast með hverri Stray rútu í Nýja-Sjálandi. 

Stray busnetwerk in Nieuw-Zeeland

Gildir í 12 mánuði

Allir Stray rútupassar gilda í 12 mánuði og á meðan þú ferðast í eina átt (að ferðast til baka sömu leið er ekki í boði), og þú getur notað eins oft og hentar þér. Þegar þú ert búin að velja þér leið og bókað Stray rútupassa, verður þú að virkja passann innan við 12 mánuði. Þetta gerist þegar þú stígur um borð í rútuna í fyrsta skipti. 

Gisting á ferðalaginu

Þar sem rútan stoppar yfir nótt (hvítu hringinir á kortinu) mun Stray finna gistingu til þess að eyða nóttinni á og þeir tryggja meira segja að þú fáir pláss (sem er mjög hentugt á "High-Seson" tímabili). Þú getur valið það herbergi sem hentar þér: Dorm (um það bil NZD 25 hverja nótt) eða tvöfalt rúm (um það bil NZD 65 fyrir tvær manneskjur). Á sumum stöðum er einnig hægt að fá annarskonar gistingu eins og skála. Hostel eru oft YHA, VIP eða Nomads. 

Hvernig þú bókar og fleiri upplýsingar 

Vinsamlegast hafðu samband við ferðaráðgjafa okkar ef þú vilt bóka Stray rútupassann í Nýja-Sjálandi eða ef þig vantar frekari upplýsingar og ráðgjöf um bakpokaferðalag í Nýja-Sjálandi. 

Vinsælir rútupassar í Nýjasjálandi (sjá þá alla)!

Hafa samband