Matur og drykkur

Þú verður að borða!
Að borða á mismunandi stöðum í heiminum getur verið mikið ævintýri. Þó að það sé til orðatiltæki sem segir „everything tastes like chicken“ þá verðurðu örugglega undrandi á hversu mörg krydd og mismundi brögð eru til í heiminum.

Í flestum heimsálfum í heiminum mun það ekki vera erfitt fyrir þig að finna mjög góðan mat og sérstaklega ef innfædd eða alþjóðleg matargerð er á boðstolnum víða. Með því að setja smá vinnu í að skoða leiðsögubækur, spyrja aðra ferðamenn eða heimamenn þá geturðu auðveldlega fundið bestu og ódýrustu staðina. Mögulega staðsettir í mjóum götum aðeins frá vinsælustu túristastöðunum.  Ef þig langar svo í "local" mat  þá er er best að setjast niður þar sem innfæddir eru að snæða.

Ferðamanna niðurgangur - hluti af ferðinni

Þegar þú ert að ferðast á ráðstöfunarfé, þá er ólíklegt að þú sért að fara borða á dýrustu veitingastöðunum, þó ættirðu að örðu hverju að gera vel við þig og borða eitthvað virkilega gott. Að borða mjög ódýrt getur haft þau áhrif að maginn á þér byrjar að hiksta, en þetta er hluti af því að ferðast sem bakpokaferðalangur, þannig þú mátt alveg búast við því að maginn á þér og hægðir eru ekki eins samvinnuþýðar og þær eru mögulega þegar þú ert heima. Ef þú heldur þig þá við gamla málstækið "boil it - peel it - cook it, or forget it" (sem mætti þýða á íslensku sem "Sjóða það, flysja það, elda það, eða gleymdu því") þá ættirðu að vera nokkuð góð/ur. Við mælum samt með því að prófa sem flest og fylgja bara almennri skynsemi í þessu eins og öllu öðru.

Loka augunum og benda 

Á sumum svæðum heimsins þá gæti matseðilinn verið smá áskorun - hann gæti verið óskiljanlegur og þá verður að nægja trickið "Ég ætla að loka augunum og benda" eða þú gætir reynt að tjá hvað þig langar í "actionary-style". Getur oft verið mjög skemmtilegur leikur. Við mælum með að þú lesir þig til um helstu réttina sem er verið að bjóða upp á þessu svæði. Þetta gæti verið aðeins meiri vesen fyrir grænmetisætur og þurfa þær því að setja enn meiri vinnu í þetta, en í það heila ætti þetta alveg að ganga í flest öllum löndum heimsins.

Drykkjarvatn

Í flestum þróunarríkjum er ferskt vatn af skornum skammti. Ef þú vilt ekki taka neina áhættu þá skaltu alltaf drekka vatn í keyptum flöskum - og ef það er ekki möguleiki, vertu þá á varðbergi og reyndu að drekka aðeins vatn sem hefur verið hreinsað eða filterað. Það sama gildir svo um drykkjarvatn frá ám, lækjum og vötnum, alltaf sjóða það vel og notaðu svo filter eða einhverskonar efni sem hreinsar það.

Borða hollt

Þegar þú ert að ferðast á erfiðum svæðum, vertu þá viss um að borða og drekka reglulega, aldrei sleppa máltíð og reyndu að forðast skyndibitamat. Þetta gæti verið frekar beisik ráð en "góða saga er aldrei of oft sögð" því þetta ráð mun hjálpa þér að komast í gegnum og njóta ferðarinnar. 

 

Hafa samband