Hitinn getur verið óbærilegur, mikil læti á götum, mengun og ryk um allt og ómögulegt að skilja tungumálið - og mögulega ert þú ekki alltof Ástríðufullur fyrir matnum sem er á boðstólnum og hóstelið þitt er staðsett fyri ofan næturklúbb! Fyrsta nóttin í stóru ferðinni og þú ert að hata það. Þetta er eins vont menningarsjokk og það gerist.
Allir ferðamenn munu upplifa einhverskonar menningarsjokk þegar þeir koma til nýs lands sem er öðruvísi en heimaland þeirra hvað varðar menningu, trú og tungumál o.fl. Menningarsjokk geta verið létt eða mikil en það er hluti af ferðalögum og stundum ástæðan hvers vegna við ferðumst. Við erum að sækjast eftir einhverju sem við getum ekki fundið heima, eftir nýjum og spennandi hlutum, og flest allir ferðalangar munu aðlagast lífinu á örfáum dögum.
Leið til þess að höndla Menningarsjokk er að undirbúa sig fyrir það sem mun koma; lesa um áfangastaðinn, kynna sér hefðir heimamanna og hvernig skal takast á við hversdagslega hluti eins og að kaupa sér mat, tippa, gera þarfir sýnar og spyrja til vegar o.s.frv. Að lesa ferðablogg geturðu verið gagnlegt til að kynna sér betur áfangastað eða hvernig ferðamenn eiga að prútta.