Versla

Næst á dagskrá, 5th Avenue!
Sem ferðamaður frá Evrópu þá áttu eftir að komast að því að margar vörur og varningur er mun ódýrari í öðrum hlutum heimsins.

Hvort sem þú ert að kaupa einstakan minjagrip frá næturmarkaði í Asíu eða tískuvöru í Buno Aires eða New York, þá skaltu muna að þú neyðist til að bera hlutinn í töskunni þinni á meðan ferð þinni stendur. Það getur svo sem verið í lagi ef hluturinn er léttur eða hægt að þjappa honum saman. Við mælum því með að senda heim alla stærri eða þyngri hluti sem þú þarft ekki á að halda á meðan ferð stendur - og ef þú VERÐUR að vera með hann á þér, reyndu þá í það minnsta að kaupa hann í lok ferðar.

Markaðir og að prútta

Eitt af því skemmtilega við að ferðast er að skoða allskonar markaði. Þú gætir fundið algjöra gimstein eins og fallega listmuni, hönnun og  fágæta hluti - og oftast er hægt að prútta niður verðið. Mundu þó að það eru til allskonar reglur eða hefðir um hvernig eigi eða hvað má þegar þú ert að prútta og það skaltu athuga hverju sinni. Þumalputtareglan er sú að þú skalt aðeins byrja að prútta ef þú ert virkilega áhugasamur um hlutinn og hefur það í hyggju að kaupa hann. Það getur verið sport að prútta niður verð á hverjum einasta hlut (sem er algjörlega rétt því oft er hlutur verðlagður 10 sinnum hærri en raunverulegt verðmæti hans er) - mundu þó að brosa og sætta þig við það ef þú áttar þig á því að þú borgaðir of hátt verð. Því í flestum tilvikum hefur þú efni á því og ekki þess virði að gera mál úr því. 

Falsaðar vörur

Vertu meðvitaður um að falsaðar vörur eins og DVD og CD, handtöskur, föt og raftæki o.s.frv. Falsaðir hlutir eru víða í Indlandi, Kína, Tælandi, Víetnam og annarstaðar í Asíu. Það er vissulega freistandi að kaupa hlut sem er mögulega 10-20 sinnum ódýrari en upphaflega varan, en þú getur þó verið viss um að endingartíminn mun aldrei vera sá sami og "orginal" varan. Þú gætir einnig lent í vandmálum þegar þú ert að ferðast yfir landamæri eða í heimferðinni, og er möguleiki á að fá mjög stóra sekt frá yfirvöldum ef þú ert tekinn með falsaðan varning. Mundu einnig að koma með heim (eða senda) falsaða hluti í miklu magni með það í huga að áfram selja þá,  er alvarlegur glæpur og gæti kostað þig heilan helling og/eða jafnvel ákæru. Ekki reyna það! 

 

 

Hafa samband