Skipulagðar ævintýraferðir

Ævintýraferð er hin fullkomna leið til að byrja ferðina á
Ef þú ert að ferðast í fyrsta skipti máttu alveg reikna með því að til að byrja með getur þetta verið smá erfitt. Til að koma í veg fyrir þetta og auðvelda byrjunina þá mælum við með því að allir sem eru að ferðast í fyrsta skipti byrji ferðalagið á ævintýraferð með litlum hóp.

Endalausir möguleikar

Ævintýraferðir með litlum hópum eru fyrirfram pantaðar ferðir með enskumælandi leiðsögumanni og búið að sjá um öll praktísk atriði fyrir þig (ferðir, samgöngur milli staða, gisting og einhverjar máltíðir). Í þessum ferðum þá ferðast þú með öðrum ungum bakpokaferðalöngum, oftast í 10-15 manna hópum. Ævintýraferðin gæti til dæmis verið 14 daga ferð um Víetnam, vika í köfunarskóla í Tælandi, 3-4 vikna "road-trip" í Bandaríkjunum, 2 vikna safaríferð í Tansaníu eða 4 daga ganga um Inkaslóðina í Perú. Möguleikarnir eru endalausir. 

Býr þig undir ferðalagið 

Ef ævintýraferðir eru hluti af ferðinni þinni þá tryggir það betri upplifun og þér tekst betur að kynnast því landi sem þú ert að ferðast í gegnum. Á sama tíma undirbýr það þig til að ferðast á eigin spýtum. Margir ferðalangar eru svo ánægðir með þessar ferðir að þeir panta fleiri ævintýraferðir þegar líður á þeirra ferðalag. Ástæðan er sú að upplifunin og reynslan sem maður öðlast er einstök, andrúmsloftið er dásamlegt og þú eignast fullt af nýjum vinum.  

Fleiri en 1000 ferðir allstaðar í heiminum

KILROY starfar með bestu leiðsögumönnum heims og við bjóðum upp á meiri en 1000 mismunandi ævintýraferðir um allan heim. Hafðu samband við ferðaráðgjafa okkar og hann getur sagt þér betur frá mismunandi ævintýraferðum og leiðbeint þér með hvaða ævintýraferðir gætu hentað þér.

 

Hafa samband