Alþjóðlegt námsmannakort

Ávinningar og afslættir á meðan þú ferðast
International Student Identity Card (ISIC) er sérætlað fyrir stúdenta um allan heim og er þitt vegabréf að afsláttum og þjónustu um allan heim. ISIC kortið er eina alþjóðlega stúdentskortið sem er viðurkennt um allan heim sem skilríki. ISIC korthafar eru aðilar að alþjóðlegu félagi og á hverju ári nýta sér fleiri en 4,5 milljónir stúdenta frá 120 löndum tilboð á ferðalögum, verslunum, söfnum og fleira.

Þú munt nota ISIC kortið þitt til þess að spara pening á meðan þú ferðast um heiminn en það er einnig gagnlegt þegar þú ert kominn heim. Kortið veitir aðgang að yfir 40 þúsund afláttum um allan heim, þannig athugaðu hvað er í boði hverju sinni á veitingastöðum, kvikmyndahúsum og verslunum. ISIC kortið er ætlað að vera lífstílskort stúdenta. Vertu alltaf með það í vasanum hvert sem þú ferð - það mun borga sig aftur og aftur.   

Þú þarft að eiga ISIC eða IYTC til að keypt KILROY flugmiða

Vertu með það í huga að þú þarft ISIC kort (International Student Identity Card) eða (International Youth Travel Card) til að geta keypt sveigjanlegan flugmiða frá KILROY. Bæði kortin kosta 1900 kr. og þú getur keypt þau í gegnum KILROY. 

 

 

Hafa samband