Forfallavernd

Ef það skildi gerast að þú verður veikur fyrir brottför
Forfallavernd tryggir endurgreiðslu ef um alvarleg veikindi farþega, farþega í sömu bókun eða alvarleg veikindi eða andlát nánustu fjölskyldu er að ræða, allt að 24 klukkustundum fyrir brottför.

Til nánustu fjölskyldu telst foreldri, afi, amma, systkini, maki eða barn.

Vernd nær ekki yfir langvarandi sjúkdóma/veikindi né til veikinda sem voru til staðar þegar vernd var keypt.

Aðeins er hægt að kaupa forfallavernd við bókun. Ekki er hægt að kaupa vernd eftir á.

Sé óskað eftir endurgreiðslu vegna forfallaverndar þarf að senda KILROY eintak af læknisvottorði ásamt KILROY endurgreiðslu formi. Athugið að forfallavernd nær ekki yfir breytingagjöld.

Hafa samband