Hvað gerir KILROY?

Við sérhæfum okkur í að sérsníða spennandi og einstakar ferðir um allan heim sem eru fullar af spennu og tækifærum til að stíga út fyrir þægindarammann. Við leggjum metnað okkar í að skipuleggja draumaferðina þína með því að blanda saman þekkingu okkar við óskir þína en markmið okkar er alltaf að láta drauma þína rætast - hvort sem það er að finna afskekktar strendur, ferðast um regnskóga, upplifa stórborgir, heimsækja afskekkt þorp eða klífa fjöll.

Við trúum því að það hafi jákvæð áhrif á alla að kanna heiminn og kynnast fjölbreyttum menningarheimum. Að ferðast er gefandi reynsla þar sem þú þroskast, víkkar sjóndeildarhringinn og kynnist nýjum hliðum á sjálfum þér. Ferðalög geta breytt hugarfari og gefið nýja sýn á heiminn. Það er ástæðan fyrir ferðaþrá okkar og hvers vegna við viljum gera okkar besta til að aðstoða ferðalanga í að kanna heiminn.

Hvernig vikar það?

Það er í raun mjög einfalt - en fyrsta skrefið er alltaf hjá þér!

  1. Hvernig er bucket listinn þinn? Hvaða áfangastaði dreymir þig um að heimsækja og hvað langar þig að upplifa? Sendu okkur þær upplýsingar.

  2. Eftir að við höfum fengið þessar upplýsingar hefjumst við handa við að sérsníða ferðina þína. Við vinnum ferlið algjörlega með þér og breytum og bætum ferðaátælunina þar til hún verður fullkomin.

  3. Við verðum einnig í sambandi við þig bæði fyrir og eftir ferðina ásamt því að veita þér okkar bestu ferðaráð og passa upp á að ferðin verði ekkert annað er stórkostleg!

Innblástur fyrir „bucket” listann!

Til að fá betri skilning á því hvað við getum gert fyrir þig getur þú skoðað heimsreisurtillögur okkar hér. Við vitum að allir hafa mismunandi áhuga og að það sem er Mecca einhvers gæti verið mjög óáhugavert fyrir annan. Það er ástæðan fyrir því að við elskum vinnuna okkar. Við elskum allar áskoranir og að setja saman fjölbreyttar ferðir um allan heim. Byrjaðu ævintýrið á því að setja saman „bucket” listann þinn!

Er „bucket” listinn tilbúinn?
Hafðu samband
Hafa samband