Fjármagna ferðina

Að eiga fyrir draumaferðinni!
Það er óþarfi að taka það fram að það að ferðast um í nokkra mánuði eða lengur er ekki frítt. Nema auðvitað ef þú átt ríka foreldra sem eru til í að borga allt undir þig. Því er góð hugmynd að byrja að spara.

Flest allir bakpokaferðalangar vinna af sér rassgatið áður en þeir leggja af stað og spara. Sumir vinna allt að 45-60 klukkutíma á viku í 4-6 mánuði á meðan aðrir skipuleggja nokkur ár fram í tímann og vinna á laugardagsmorgnum. Gerðu það sem hentar þér og passaðu þig að eyða ekki of miklu.

Hugsaðu þig vel um áður en þú tekur lán

Það eru þó til aðrir möguleikar eins og að taka lán hjá ættingja eða banka. Það er vissulega auðvelt en hugsaðu þig samt vel um áður. Vilt þú til dæmis byrja framhaldsmenntun þína á að vera með heljarinnar lán á herðum þínum?

Hafa samband