Það er erfiðara að áætla hvað maður kemur til með að eyða í
sjálfri ferðinni. Það fer eftir áfangastað, fjölda ferðamanna,
einstaklingsneyslu og þess háttar. En það eru nokkrar
þumalputtareglur sem hægt er að styðjast við.
- Það er alltaf ódýrara að ferðast með öðrum.
- Það getur verið umtalsverður munur á útgjöldum sem fer eftir
staðsetningu í heiminum. Í Japan kostar til dæmis appelsína það
sama og ódýrt hótel með morgunmat á Indlandi. Skipuleggðu ferðina
þína þannig að áfangastaðirnir séu bæði dýrir (Norður-Ameríka,
Evrópa, Rússland, Japan, Ástralía, Nýja Sjáland og
Kyrrahafseyjarnar) og ódýrir (Suðaustur-Asía, Kína, Suður-Ameríka,
Indland, Suður-Ameríka og Mexíkó). Afríka getur bæði verið mjög
ódýr og mjög dýr - það fer eftir landinu.
- Í ódýrustu löndunum getur maður bjargað sér með sirka 2500-3500
kr. yfir daginn, samgöngur innifaldar. Í dýrustu löndunum og
sérstaklega í stórborgunum er lágmarkið 3000 - 4000 kr. yfir
daginn. Það kostar að færa sig milli staða og er ágætis
þumalputtaregla að einn dagur á ferðalagi kostar tvisvar sinnum
meira en ef þú dvelur á staðnum.
- Það er líka hægt að vinna tímabundið í ferðinni og þannig bæta
upp kostnað í leiðinni. Almennt gildir það þó þannig fyrir okkur
Norðurlandabúa að tímalaun eru hærri hjá okkur og því betra að
safna sér inn fyrir ferðinni að heiman. Á hinn bóginn er vinna
erlendis skemmtileg og lærdómsrík upplifun.
Í það minnst 165.000 kr. á mánuði
Yfir það heila þá hefur reynslan sýnt okkur að bakpokaferðalag
kostar um 165.000-280.000 kr. á mánuði. Innifalið í þessu er allt.
Það eru útgjöld fyrir ferð og á meðan á ferð stendur. Auðvitað er
þetta samt mismunandi eftir manneskjum, löndum og fleira. Með
þessari upphæð ættirðu samt að geta notið þess að ferðast sem
bakpokaferðlangur og farið í ævintýraferðir og upplifað annarskonar
hluti.