Hvað viltu upplifa?

Hvað á að gera á ferðalaginu?
Ef þú ert að ferðast í fyrsta skipti sem bakpokaferðalangur eða að fara í fyrsta skipti í lengri tíma erlendis, þá máttu alveg búast við að það geti verið nokkuð strembið til að byrja með. Til að reyna að koma í veg fyrir óþarfa stress og óþægindi mælum við með fyrir alla ferðalanga að byrja ferðina í ævintýraferð með litlum hóp og local leiðsögumanni.

Ævintýraferðir í litlum hópum eru fyrirfram pantaðar ferðir með enskumælandi leiðsögumanni þar sem búið er að sjá um öll praktísk atriði fyrir þig, s.s. samgöngur á milli staða, gistingu og einhverjar máltíðir og afþreyingu. Í svona ferðum ert þú að ferðast með öðrum ævintýragjörnum bakpokaferðalöngum frá ólíkum löndum, oftast í 10-15 manna hópum. Ævintýraferðin gæti t.d. verið 14 daga ferð um Víetnam, vika í köfunarskóla í Tælandi, 3 vikna road-trip í Bandaríkjunum, 2 vikna safaríferð í Kenýa eða 4 daga ganga um Inkaslóðina í Perú. Möguleikarnir eru endalausir.

Besta leiðin til þess að kynnast landi eða svæði

Ef ævintýraferðir eru hluti af ferðalaginu þínu þá tryggir það þægilegri og einfaldari upplifun og þér tekst betur að kynnast því landi sem þú ert að ferðast í. Á sama tíma undirbýr það þig til að ferðast seinna ein/n og svo er þetta frábær leið til að kynnast hressu fólki frá ýmis löndum sem þú getur hugsanlega ferðast með áfram eftir að skipulögðu ferðinni lýkur. Margir ferðalangar eru svo ánægðir með þessar ferðir að þeir panta fleiri ævintýraferðir þegar líður á ferðalagið. Ástæðurnar eru margar:upplifunin og reynslan sem þú öðlast er einstök, þú færð að sjá staði og gera hluti sem ómögulegt er að gera á eigin spýtur, þú nærð að ferðast hraðar yfir svæði en ef þú þarft að sjá um allt sjálf/ur og síðast en alls ekki síst, þá eignasta fullt af nýjum vinum. 

Fleiri en 1.000 möguleikar

KILROY starfar með bestu leiðsögumönnum heims og við bjóðum upp á fleiri en 1.000 mismunandi ævintýraferðir út um allan heim. Hafðu samband við ferðaráðgjafa okkar sem getur sagt þér betur frá mismunandi ævintýraferðum og leiðbeint þér með hvaða ævintýraferðir gætu hentað þér. Gott er að muna að það er alltaf ódýrast að panta ferðina fyrirfram áður en þú leggur af stað að heimann.  

Láttu draumana verða að veruleika

Ef þú vilt kanna heiminn á þínum eigin vegum verður þú að skipuleggja vel fram í tímann og ákveða hvaða hluti þig langar að sjá og hvað þig langar að gera og upplifa. Flestir bakpokaferðalangar nýta öll tækifæri til hins ítrasta og eru óhræddir við að fara á framandi slóðir því þetta gæti verið þeirra fyrsta og síðasta alvöru ævintýri áður en þeir byrja að skuldbinda sig með lánum, vinnu eða fjölskyldulífi. Með öðrum orðum: nú er rétti tíminn til að láta draumana verða að veruleika.

Hafa samband