Hvert á að fara?

Stóra spurningin - Hvert langar þig að ferðast?
Heimurinn er orðinn minni, fá svæði eru ókönnuð og nánast allir áfangastaðir innan seilingar. Það þýðir þó ekki að þú getir endilega farið í nákvæmlega þá bakpokaferð sem þú hefur í huga – sérstaklega ekki ef þú hefur takmarkað ráðstöfunarfé.

Sumar ferðir geta verið dýrar og falið í sér margar millilendingar þó svo að fjarlægðin sé raun lítil á milli áfangastaðanna.

Vegna pólitískra aðstæðna er til dæmis ómögulegt að ferðast beint frá Bandaríkjunum til Kúbu, jafnvel þó að Key West í Flórída sé í aðeins 170 km fjarlægð frá Havana, Kúbu

Búa til lista

Því er best að búa til lista yfir þá staði sem þú vilt sjá og senda á ferðaráðgjafa okkar. Á listanum geta verið lönd, borgir, kennileiti, hátíðir, náttúrufyrirbæri og svo framvegis. Skiptu svo listanum í: 

1) Staði sem þú verður að sjá. 
2) Staði sem þú vilt gjarnan sjá. 
3) Staði sem gætu verið athyglisverðir ef þeir hækka ekki verðið á ferðinni allt of mikið.

Sérniðin ferð eftir þínum þörfum

Með listanum þínum geta ferðaráðgjafar KILROY  hjálpað þér að sérsníða ferð að þínum óskum
og það á eins ódýran og þægilegan hátt og mögulegt er.

Hafa samband