Ódýrir flugmiðar

Finna flug

Veljið tegund miða

12 ára+

2-11 ára

Yngri en 2 ára

Leita
Við hjá KILROY berum saman mismunandi flugmiða frá öllum helstu flugfélögum heims og finnum þannig bestu verðin á hverjum tímapunkti. Við sérhæfum okkur einnig í að bjóða upp á sveigjanlega miða fyrir námsmenn, bakpokaferðalanga og aðra ævintýragjarna ferðalanga á öllum aldri. Bókaðu á netinu eða hafðu samband við ferðaráðgjafa okkar og fáðu aðstoð. Þeir eru sérfræðingar í ódýrum flugmiðum, ferðum, gistingum og hvernig er best að komast á milli staða.

Ódýrir flugmiðar fyrir alla (fyrir fólk á öllum aldri)

Hinn klassíski flugmiði. Hann hentar bæði vel fyrir þá sem viilja fara báðar leiðir og þá sem kjósa aðeins aðra leiðina. Þú getur fundið þessa tegund flugmiða á fjölmörgum stöðum á veraldarvefnum, þar með talið hér hjá KILROY þar sem bókunarkerfið okkar er tengt öllum helstu flugfélögum heims og uppfært oft á dag - allt gert til þess að finna hagstæðustu flugin hverju sinni. 

KILROY flugmiðinn (fyrir ungt fólk og námsmenn)

KILROY flugmiðinn hentar vel þeim sem vilja frelsi og sveigjanleika til að breyta fluginu þegar þeir ferðast. Ef þú kaupir nokkur flug af KILROY, t.d. fyrir heimsreisu, er oft hægt að breyta allri flugrútínunni bæði fyrir brottför og á meðan þú ert á ferðalagi, sem eykur sveigjanleika ferðarinnar mikið. 

Þessi flugmiði er aðeins fyrir ungt fólk (yngra en 25 ára) eða námsmenn í fullu námi (allt að 33 ára). Þú verður að eiga ISIC kort (International Student Identity Card) eða IYTC kort (International Youth travel Card) til þess að geta keypt KILROY flugmiðann. KILROY flugmiðinn hentar sérstaklega vel fyrir fólk á bakpokaferðalagi, heimsreisufara og þá sem eru að læra erlendis. 

Samsettir flugmiðar

Ef þú ert að leita eftir einhverju meira en flugi frá A til B þá eru samsettir flugmiðar eitthvað fyrir þig. Með þessum miðum getur þú sameinað nokkra áfangastaði í einum flugmiða. Það er flókið að gera þetta sjálfur á netinu nema þú sért sérfræðingur í flugi og flugmiðum, svo við mælum með að þú hafir samband við okkur hjá KILROY - en við erum einmitt sérfræðingar í þessu! Leyfðu okkur að hjálpa og þú gætir auðveldlega sparað fullt af þúsundköllum.

Að nýta millilandaflugið

Vanalega er millilandaflug ömurlega leiðinlegur hlutur sem felur í sér langar biðir á flugvöllum - en maður lætur sig samt hafa það. Við færum þér þær gleðifréttir að oft eru aðrir möguleikar í stöðunni. Oft er hægt að lengja millilandaflugið, veltur á flugmiðanum og flugfélaginu, og stoppa á áfangastaðnum í nokkra daga eða jafnvel vikur. Það besta við þetta er að það er oftast frítt, og ef það kostar þá er það aðeins brot af því sem nýtt flug myndi kosta. Vinsælir staðir til slíkra stoppa eru meðal annars Tæland, Hong Kong, Singapore, Miami og New York. Þú getur ekki bókað þetta á netinu og því er um að gera að hafa samband við ferðaráðgjafa KILROY og nýta millilandaflugið. 

Heimsreisur 

KILROY sérhæfir sig í heimsreisu-flugmiðum fyrir ungt fólk og námsmenn. Ólíkt þeim flugmiðum sem bera þig aðeins á áfangastað og til baka, þá eru heimsreisu-flugmiðarnir búnir til úr nokkrum mismunandi flugmiðum frá mismunandi flugfélögum. Það eru óteljandi leiðir til að velja úr og því er um að gera að sleppa hugmyndafluginu lausu og byrja að skipuleggja eitt stykki heimsreisu! 

Hafa samband