Bóka flug á netinu

Finna flug

Veljið tegund miða

12 ára+

2-11 ára

Yngri en 2 ára

Leita
KILROY leitast alltaf eftir að bjóða bestu fargjöldin! Við höfum gert samninga við fleiri en 50 flugfélög um allan heim og reynum því alltaf að bjóða upp á samkeppninishæf verð hvert sem ferðinni er heitið!
Þú getur annað hvort leitað eftir ódýrum flugmiðum í leitarboxinu hér til hliðar eða leitað aðstoðar hjá ferðaráðgjöfum okkar með því að hafa samband við okkur í gegnum vefsíðuna eða heimsækja okkur á Lækjartorg 5, 3.hæð, 101 Reykjavík.
 

Leitaðu af fluginu í tveimur skrefum

Leitaðu fyrst að flugi til lokaáfangastaðar frá stórri borg innan Evrópu eða Bandaríkjanna, t.d. London, Kaupmannahöfn, New York eða Washington. Leitaðu því næst að ódýrasta flugi frá Keflavík til viðkomandi borgar.
 

Helstu kostir við að leita svona að flugi eru: 

Í stærri borgum eru möguleikarnir oftast fleiri en á Íslandi, bæði hvað varðar flugfélög og áfangastaði. Þetta þýðir að meiri líkur eru á að finna ódýrt flug. Þar að auki geturðu mun oftar keypt KILROY flugmiða frá þessum stærri borgum heldur en frá Keflavík.

Áhættan sem fylgir því að kaupa tvo eða fleiri aðskilda miða

Hafðu þó í huga að það fylgir því ákveðin áhætta að kaupa tvo eða fleiri aðskilda miða með mismunandi flugfélögum. Sé einhverju fluginu aflýst eða verði seinkun sem verður til þess að þú missir af öðru flugi er hvorugt flugfélagið ábyrgt fyrir því að endurgreiða þér flugið sem þú misstir af eða verða þér út um annan miða. En ef þú kaupir alla flugleiðina í einum miða í gegnum KILROY ertu tryggð/ur ef þú skyldir verða fyrir töfum eða breytingum á flugi. Ef þú hefur áhuga á því hafðu þá samband við ferðaráðgjafa okkar.

ISIC kortið: Betri valkostur 

Með ISIC (International Student Identity Card) getur þú bókað námsmannafargjöld KILROY. Á sama tíma er ISIC alþjóðlegt námsmannakort sem veitir aðgang að afsláttum og þjónustu fyrir námsmenn í yfir 130 löndum eða á 120,000 stöðum um allan heim. Pantaðu ISIC kortið þitt hér.

Hafa samband